Flokkur fólksins gagnrýnir harðlega launahækkun æðstu ráðamanna. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna verði frestað á meðan okurvextir og óðaverðbólga fer um samfélagið og á meðan verkföll og kjaradeilur eru á borðinu.
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Flokki fólksins á facebook-síðu hans.
Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun þingmanna hækka um 85 þúsund en laun forseta þingsins og ráðherra um 141 þúsund. Forsætisráðherra fær svo 156 þúsund og formenn flokka án ráðherrastóla fá 127 þúsund króna hækkun.
Flokkur fólksins segir að á sama tíma sé almennt launafólk að fá hækkanir frá 30 þúsundum og upp í 66 þúsund krónur.
„Hvaða skilaboð er verið að senda til almennings? Þarna er æðstu ráðamenn landsins sem margir hverjir hafa gagnrýnt verkalýðshreyfinguna, sem hefur barist af hógværð fyrir umbjóðendur sína, taka allt að 113% hærri launahækkun en samið var um á almennum vinnumarkaði?“
5 Comments on “Flokkur fólksins fer fram á að launahækkunum æðstu ráðamanna verði frestað”
Kata gerir ekki svoleiðis það þarf að halda skrílnum á þingi ánægðum þessu já fólki þessvegna fær það launahækkun.
Mikilvæg mál sem hún þarf að koma í gegn fyrir Glóbalistana í Brussel.
Ég held að blessuð manneskjan ætti frekar að afþakka þessa launahækkun í stað þess að fresta henni?
Þá væri hún búin að afraka það að gera sitt fyrsta gagn síðan hún var kosin inn á alþingi, og geri aðri betur!
*Ahem….*
*Frestað.*
Bla,bla, bla. Það ætti að banna flokka. Þeim er öllum stjórnað af frímúrurum eða einhverjum klíkum.
Rjóminn af alþýðu landsins vinnur, hinir fara í stjórnsýslu.
Allir Pólitíkusar eru hórur og eða fyrrum „gleðikonur“, brauð og sirkus.
Hóran er pottþétt að hugsa um hag fólksins.
/s