Ísland, best í heimi!

frettinBrynleifur Siglaugsson, Innlent2 Comments

Eftir Bryn­leif­ Sig­laugs­son:

„Ráðstefna þessi, sem kostaði skatt­greiðend­ur 2-3.000 millj­ón­ir króna, varð auðvitað til góðs, auðvitað feng­um við hell­ing til baka…“

Brynleifur Siglaugsson

Nú er ný­lokið ráðstefnu sem sam­kvæmt okk­ar hátt­virta for­sæt­is­ráðherra og annarra „stoltra gest­gjafa“ mun marka enda­lok alls ófriðar í Evr­ópu og koma Rússlandi aft­ur til forn­ald­ar. Ráðstefna sem kostaði skatt­greiðend­ur 2-3.000 millj­ón­ir króna. En und­ir­rit­un tjóna­lista Evr­ópuráðsins sem senda ber Pútín svo að hægt sé að byggja aft­ur upp hina óspilltu Úkraínu var senni­lega hápunkt­ur þess­ar­ar sam­komu … að öll­um lík­ind­um. Vænt­an­lega eru þær stöll­ur Katrín og Kol­brún einnig með opið veski gagn­vart ríkj­um sem Nató og Banda­ríkja­menn hafa lagt í rúst á síðustu árum. Ráðstefna þessi, sem kostaði skatt­greiðend­ur 2-3.000 millj­ón­ir króna, varð auðvitað til góðs, auðvitað feng­um við hell­ing til baka, eða a.m.k. frest á of­ur­skatt á flug­ferðir í boði hinn­ar íðilfögru Úrsulu von der Leyen, sem ræður ráðum og ríkj­um í hinu mannúðlega og lýðræðissinnaða Evr­ópu­sam­bandi. Frest, sem hefði víst sjálf­krafa komið til vegna aðlög­un­ar­tíma­bils. Við sáum líka hversu mik­il­væg flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar er á ög­ur­stundu, sem nota bene er þegar „mik­il­vægt fólk“ heim­sæk­ir okk­ur á skerið, ann­ars er sú sama vél, sem stend­ur víst til að selja í sparnaðarskyni, stödd við Miðjarðar­hafið á flótta­manna­fiski­ríi, auðvitað leigð af hinu friðelsk­andi Evr­ópu­sam­bandi. Og þó að yfir standi sum­ar­vertíð rúm­lega 700 ís­lenskra trillu­karla er ekki tal­in þörf á jafn dýru ör­ygg­is­tæki hér­lend­is, þeir karl­ar eða aðrir Íslend­ing­ar eru ekki nógu verðmæt­ir. Í krón­um talið.

Ísland, best í heimi …

… og nú kem­ur að krón­unni, sem stýrt er af komm­ún­ista­syni og fyrr­ver­andi „grein­ing­ar­stjóra“ eins af föllnu bönk­un­um okk­ar, Ásgeir Jóns­son er sá, sem agn­ú­ast út í almúg­ann, sem leyf­ir sér tveggja vikna ferð til Tene og dirf­ist að taka mynd­ir af illa lykt­andi tám þar í sæl­unni. Það eru ekki flat­skjá­ir sem fella hina stór­kost­legu krónu nú eins og áður, held­ur illa lykt­andi tær kæru­lausra geng­is­sóða.

Þó svo að hinn hátt­virti seðlabanka­stjóri fljúgi um á bus­iness class með hinum hærra settu er það ekki hans sök að hækka þurfi vexti. Þó svo að hann hafi lækkað vexti hér­lend­is í sögu­legt lág­mark, sem varð til met­hækk­ana og bólu­mynd­un­ar á fast­eigna­markaðnum, þá ætl­ar hann að bæta um bet­ur og koma þeim líka í sögu­legt há­mark, og það á mettíma. Þar með trygg­ir hann al­gjöra stöðnun á fast­eigna­markaði og nær ör­ugg­lega al­eig­unni af stór­um hópi fólks, aft­ur. Á sama tíma eru flutt­ar til lands­ins þúsund­ir „flótta­manna“, en eng­in svör fást um ein­hverja sýn um fjölda þeirra sem taka á við.

Ísland, best í heimi …

… er senni­lega slag­orð ferðaskrif­stofa sem aug­lýsa ferðir til Íslands, aðra leiðina, í Venesúela. Á Íslandi hef­ur auðvitað sér­skipuð nefnd um mál­efni flótta­manna, skipuð okk­ar helstu sér­fræðing­um í neyslu­vatni þarlend­is, fundið út að vatnið í Venesúela er hættu­legt heilsu þess­ara flótta­manna og því beri okk­ur skylda til að taka á móti þeim með 66°Norður-úlp­um, frírri íbúð og neti.

Ísland, best í heimi

Á hinu svo­kallaða alþingi sitja 63 há­launaþiggj­end­ur ásamt ara­grúa aðstoðarmanna, sem samþykkja um­hugs­un­ar­laust all­ar reglu­gerðir og lög sem koma frá hinum nýju yf­ir­boðurum, ESB, þar með talið hina 35. grein sem kveður á um að lög hins friðelsk­andi Evr­ópska efna­hags­banda­lags skuli vera yfir okk­ar eig­in lög haf­in, komi til álits­mun­ar. Auðvitað samþykkja all­ir þetta, þar sem lög og reglu­gerðir eru samd­ar af há­menntuðu fólki, sem veit auðvitað mun bet­ur en ein­hver alþing­ismaður á Íslandi sem ekur rútu eða rækt­ar sauðfé sér til tekju­aukn­ing­ar í frí­tíma sín­um.

Ísland, best í heimi

Á sama tíma hafa sam­tök kennd við ár­talið 1978 komið hressi­lega út úr skápn­um á markaðnum, þiggja nú alls kyns styrki bæði frá ríki, sveit­ar­fé­lög­um og einka­fyr­ir­tækj­um, þar sem þau bjóða upp á ómiss­andi ráðgjöf um kyn fólks og kyn­hegðun þess. Skilst að klukku­tímaráðgjöf í leik­skóla kosti um 25.000 en á móti kem­ur að kostnaður vegna barna­bóta og þess hátt­ar mun hríðlækka í framtíðinni þegar nán­ast all­ar áður kallaðar kon­ur verða bún­ar að finna í sér hánið og karl­menn orðnir getu­laus­ir, af­kynjaðir trans­ar. En auðvitað er rétt að kynna börn­um þessa mögu­leika um breyt­ingu á kyni ekki seinna en um fimm ára ald­ur.

Þá má ekki gleyma nýj­asta út­spili Banda­lags­ríkja Evr­ópu sem er svo­kölluð „græn fjár­fest­ing­ar­stefna“. Þar ber hæst að fyr­ir­tækj­um mun verða óheim­ilt í framtíðinni að eiga viðskipti sín á milli, nema til komi vott­un um kol­efn­is­spor viðskipta­vin­ar­ins, auðvitað mun vott­un­in koma frá þar til gerðri vott­un­ar­stofu þar sem hóp­ur sér­fræðinga reikn­ar út kol­efn­is­spor hvers ein­asta atriðis fyr­ir­tækj­anna, kannski ekki al­veg að kostnaðarlausu, en auðvitað skipt­ir kostnaður ekki máli þegar „Global Warm­ing“ á í hlut; ekki vilj­um við verða til þess að Ísland verði óbyggi­legt sök­um meðal­hita langt yfir frost­marki. Að end­ingu munu ein­yrkj­ar einnig þurfa um­rædda vott­un hvort sem er harðfisksali eða ein­stæður pípu­lagn­ingamaður. Fylgi þeir ekki stefnu ESB munu þeir verða úti­lokaðir frá viðskipt­um. Lands­virkj­un mun senni­lega þurfa að punga út dágóðum summ­um til að kaupa kol­efn­is­sporaaf­láts­bréf sín til baka frá kola- og olíu­fram­leiðend­um, en eins og all­ir vita er nán­ast öll raf­orka hér­lend­is fram­leidd með kol­um og olíu, sam­an­ber raf­orku­reikn­inga lands­manna.

Og til að toppa þetta allt stend­ur til að hætta að selja Tu­borg á krana! Því verður ör­ugg­lega mót­mælt dug­lega.

Ísland, best í heimi!

Höf­und­ur er kart­öflu­bóndi í Lett­landi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. maí 2023 og birt hér með leyfi höfundar.

2 Comments on “Ísland, best í heimi!”

  1. island er ekki best í heimi fyrir neitt, nema kannski ofurvexti og skatta

  2. Ég hvet alla Íslendinga til að stuðla að hlýnun jarðar. Ėg væri ekkert á móti örlítið meiri hita.

Skildu eftir skilaboð