Rockefeller og WHO í samstarf um „framtíðar faraldra á tímum loftslagsbreytinga“

frettinErlent, Loftslagsmál, WHOLeave a Comment

Rockefeller stofnunin og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafa tilkynnt um nýtt samstarf til að styrkja Miðstöð WHO  í heimsfaraldurs- og faraldursgreind.

„Rockefeller fjárfesti fimm milljónum Bandaríkjadala í samstarfsverkefninu sem hefur það markmið að þróa alþjóðlegt net til að greina sýkla og styrkja viðbúnaðargetu vegna heimsfaraldurs, þar á meðal til að efla eftirlit með sjúkdómum sem versna vegna hækkandi hitastigs og öfga í veðurfari,“ segir í tilkynningunni.

WHO faraldursmiðstöðin auðveldar alþjóðlegt samstarf úr hinum ýmsu geirum til að takast á við heimsfaraldur og faraldursáhættu í framtíðinni með betra aðgengi að gögnum, betri greiningargetu og betri verkfærum og innsýn til ákvarðanatöku. Samstarfið við Rockefeller stofnunina mun flýta fyrir þessari vinnu með fjárfestingu Rockefeller og tæknilegri aðstoð.

„Loftslagsbreytingar auka bæði hættuna á öðrum heimsfaraldri og þörfina á að vinna saman og deila og skiptast á gögnum,“ sagði Dr. Rajiv Shah,forseti Rockefeller stofnunarinnar. „Sem betur fer hefur WHO heimsfaraldursmiðstöðin nú þegar gert okkur snjallari og öruggari með því að hjálpa til við að leita uppi hættur, finna lausnir og tengja saman lönd og heimsálfur. Við erum stolt af því að vera í samstarfi við WHO faraldursmiðstöðina til að hún geti enn frekar einblínt á að koma í veg fyrir heimsfaraldra sem drifnir eru áfram af loftslagsbreytingum.“

Skildu eftir skilaboð