Sofia Strömberg var um borð í loftbelg sem brotlenti í garði fyrir utan Staffanstorp í Svíþjóð á þriðjudagskvöld.
„Veðrið var gott og allt gekk eins og í sögu, en þegar við ætluðum að lenda kom vindhviða sem þeytti belgnum í burtu og við lentum á gróðurhúsi,“ segir Sofia sem var þrátt fyrir allt hress þegar hún sagði frá atvikinu.
Við vorum 18 farþegar í loftbelgnum þegar hann hrapaði, en enginn okkar slasaðist. Mér fannst það skemmtilegt. Ég hljóp um svæðið og tók fullt af myndum, segir Sofia.
Eigendur hússins komu út og gáfu okkur kanilbollur, sagði Sofia Strömberg.
Frétt SVT og upptökur má sjá hér.