Góða fólkið og fjölbreytileikinn

frettinGeir Ágústsson, PistlarLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Það eru til margar leiðir til að sýna umburðarlyndi.

Ein er sú að umgangast einstaklinga af virðingu og kurteisi og fá í staðinn eitthvað svipað. Þá er allt svo einfalt. Í slíku umhverfi er meira að segja hægt að rífast án þess að það sé annað en heilbrigð skoðanaskipti.

Önnur er sú að setja einstaklinga í hólf sem byggjast á líkamlegum eiginleikum og blæbrigðum í skoðunum og líðan, og búa svo til sérstakar reglur um umgengni og talsmáta sem taka til hvers hólfs. Þeir sem fylgja ekki reglunum eru fordómafullir. Þá er allt svo flókið.

Því miður er flókna leiðin í dag vinsælli en sú einfalda, a.m.k. ef marka má fjölmiðla og tungutak stjórnmálamanna. Sem persónugerving hinnar flóknu leiðar er forsætisráðherra Kanada, eins og sést á þessari mynd:

Þessi maður, sem fangelsar heiðarlega borgara og sviptir þá eigum sínum ef þeir tala gegn stefnu hans, er búinn að hólfa einstaklinga og beitir síðan mismunandi reglum á hvert hólf.

Hann er fyrir vikið auðvitað afskaplega vinsæll. Mér finnst að hann ætti að vera óvinsæll. Hann er hroka- og fordómafullur en talinn vera umburðalyndur og víðsýnn. Það er áberandi hvað hann fyrirlítur venjulegt, vinnandi fólk sem vill eiga bíla og borða kjöt en er af einhverjum ástæðum talinn vera mikill mannvinur sem talar fyrir þá sem eiga undir högg að sækja.

Hin flókna leið að hólfa fólk niður og setja svo mismunandi reglur fyrir hvert hólf er mjög í tísku. En nú þykist ég finna fyrir því að hin flókna leið endist ekki mikið lengur. Ég fagna því.

Skildu eftir skilaboð