Þrjár eldri konur stungnar i Västerås í Svíþjóð

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, HryðjuverkLeave a Comment

Árásarmaður réðst á unglingsdreng og þar á eftir með hníf á þrjár eldri konur í miðborg Västerås, Svíþjóð á föstudaginn. Flytja þurfti konurnar á sjúkrahús, ein þeirra með alvarlega áverka. Lögreglan neyddist til að skjóta árásarmanninn til að geta handtekið hann.

Það var skömmu fyrir klukkan 13:30 á föstudag sem lögreglan var kölluð að Jakobsbergsgatan/Oxbacken í Västerås. Við komuna fann lögreglan þrjár hnífsungnar konur á aldrinum 65-75 ára. Þær voru fluttir á sjúkrahús. Ein kvennanna slasaðist alvarlega en ástand hennar er nú talið stöðugt. Hinar tvær konurnar hlutu vægari stungusár.

Árásarmaðurinn var handtekinn skömmu eftir atvikið í grenndinni. Lögreglan þurfti að skjóta manninn til að ná honum og var hann færður á sjúkrahús.

Staðsetning árásanna

Sænska sjónvarpið greinir frá:

Ástæðan fyrir ofbeldisverkunum í Västerås á föstudaginn er enn óþekkt. Hinn grunaði ofbeldismaður var yfirheyrður á sjúkrahúsi á laugardag eftir að hafa verið skotinn við handtökuna. Maðurinn sem var handtekinn er á þrítugsaldri og er grunaður um tvær tilraunir til manndráps og tvö líkamsárásarmál eftir að unglingspiltur var barinn með priki og þrjár konur á sjötugsaldri voru stungnar með hnífi.

Skildu eftir skilaboð