Douglas Macgregor: 600 000 úkraínskir hermenn hafa verið drepnir

Gústaf SkúlasonErlent, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Bandaríski ofurstinn og hernaðarsérfræðingurinn Douglas Macgregor segir í Judging Freedom, að Úkraína hafi „engan möguleika á sigri“ og það eina sem verði eftir af Úkraínu eftir stríðið gegn Rússlandi verði „pínuríki.“

Allt að 600.000 úkraínskir ​​hermenn hafa verið drepnir í staðgengilsstríðinu gegn Rússlandi segir Douglas Macgregor.

Þeir 60 milljarðar dollara sem Bandaríkin ætla núna að senda í stríðið munu ekki skipta neinu máli. Mikið af peningunum mun fara til baka til Bandaríkjanna, þ.e.a.s. til bandaríska vopnaiðnaðarins og valdaelítunnar. Mikið af peningunum mun líka „hverfa inn á bankareikninga út um allan heim.“ Macgregor segir:

„Ég held að þeir vonist eftir því, að þetta muni á einn eða annan hátt fela hina algjöru og allsherjar eyðileggingu úkraínsku þjóðarinnar, sem þegar er langt komin og mun því miður halda áfram yfir sumarið.“

Það sem eftir verður af Úkraínu er „ruðningsríki (rump state).“ Sigur er útilokaður óháð meiri peningum frá Vesturlöndum. Ekki er til nógu mikið af hermönnum. Douglas Macgregor heldur áfram:

„Núna er talið að 600.000 úkraínskir ​​hermenn hafi verið drepnir í þessu stríði. Ég er að tala um hermenn. Maður tapar meirihluta af herstyrknum þegar farið er á fullan flótta, þegar hlutirnir hrynja. Þá verður maður fyrir mestu tjóni.“

„Við höfum gert okkur sjálf að athlægi. Verst af öllu er, að við höfum gert Nató að athlægi. Nató lítur út fyrir að vera veikburða og heimskt. Búið er að eyðileggja úkraínska ríkið. Það sem eftir verður eftir þetta stríð verður ruðningsríki sem verður í grundvallaratriðum að herlausu svæði.“

Hér að neðan má sjá og heyra viðtal Judge Napolitano við Douglas Macgregor og linkur á viðtal Fréttarinnar við Douglas Macgregor er hér:

 

Skildu eftir skilaboð