COP26 loftslagsráðstefnan í Glasgow hófst formlega í dag en hana sækja um 25 þúsund manns, þar á meðal forseti Bandaríkjanna sem blundaði í ræðuhöldum á þessum fyrsta degi ráðstefnunnar. Á þessari stundu var ræðumaður að segja leiðtogum heims að það væru þeir sem hefðu valdið til að taka ákvarðanir og ná samningum sem munu hafa áhrif á líf komandi kynslóða.
Einn af umsjónarmönnum ráðstefnunnar kemur til forsetans og spjallar við hann. Forsetinn rankar við sér og klappar fyrir ræðumanninum og nuddar augun.
Upptökuna af blundi forsetans má sjá hér að neðan og í frétt The Independent.