Einn af 141 á sjúkrahúsi vegna Covid í Ástralíu er óbólusettur

frettinErlent

Aðeins einn af þeim 141 sem dvöldu nú í sumar á sjúkrahúsi í Ástralíu var óbólusettur. Viðkomandi hafði þó fengið einn skammt af bóluefninu og því flokkaður sem óbólusettur.  Af þessum 141 sem voru 43 á gjörgæslu.

Heilbrigðisyfirvöld hafa ítrekað að sjúkdómurinn sé mjög alvarlegur, 60 af þessum innnlögum var fólk á sextugsaldri og 28 eru yngri en 35 ára. Einn af þessum á  gjörgæslu er einstaklingur  á unglingsaldri. Ljóst er að sjúkdómurinn hefur alvarleg áhrif á fólk á öllum aldri sem er bólusett.

Ástralía hefur innleitt einar hörðustu sóttvarnaraðgerðir og útgöngubann í heiminum,  lögreglan handtekur og sektar fólk sem ekki er með grímur og þá sem sækja mótmæli gegn sóttvarnaraðgerðum.

Blaðamannafundinn má sjá hér að neðan.