Stóraukin dauðsföll í heimahúsum í Bretlandi – einnig meðal ungra pilta

frettinErlent

Brýnt er að rannsaka mikla aukningu á umfram dauðsföllum í heimahúsum í Bretlandi. Frá upphafi faraldursins eru umframdauðsföll orðin 65,000, segja sérfræðingar.

Tölur frá Hagstofu Englands og Wales sýna að undanfarna 18 mánuði hafa að minnsta kosti verið 74.745 umfram dauðsföll á einkaheimilum, þ.e. yfir meðaltali síðustu fimm ára.  Aðeins 8759 eða 12 prósent tengjast COVID-19. Tölur um dauðsföll í heimahúsum frá 7. mars 2020 til 17. september 2021 eru 37 prósent hærri en meðaltal áranna 2015 - 2019 og halda áfram að hækka. Síðasta vika var 16. vikan í röð þar sem Hagstofan tilkynnti um auka eða „umfram" dauðsföll.

Þessi skelfilega þróun á einnig við um 15-19 ára drengi. Dauðsföllum í þessum hópi hefur fjölgað um 30 prósent frá janúar til október á þessu ári miðað við sama tímabil árið 2020. Fjöldinn hækkar úr 355 í 462. Þetta er 20 prósentum hærra en fimm ára meðaltal á þessu tímabili, sem er 386.

Í gærkvöldi sagði prófessor Carl Heneghan, forstöðumaður við Oxford háskólann, að brýnt væri að rannsaka kringumstæður dauðsfallanna til að komast að því hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir þau.

Heneghan sagði: „Fleira fólk er að deyja af orsökum sem ekki eru Covid tengd og við höldum áfram að sjá töluverða og áframhaldandi aukningu á umframdauðsföllum á þessu ári sem eru ekki af völdum Covid-19 og eiga sér aðallega stað í heimahúsum. Þetta er mjög mikið áhyggjuefni. Það er brýnt að hefja almennilega rannsókn til að komast að því hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauðsföllin. Dánarvottorðin gefa aðeins yfirmynd af því sem er á seyði.

Heimild.