16 sænskir læknar krefjast þess að bólusetning með Pfizer verði stöðvuð

frettinErlent

Eftir nýjustu uppljóstranir um kerfisbundin og víðtæk rannsóknarsvik af hálfu eins undirverktaka lyfjarisans Pfizer, krefjast 16 sænskir læknar og vísindamenn þess að hlé verði gert á yfirstandandi bólusetningarherferð í Svíþjóð.

Í síðustu viku upplýsti hið virta tímarit British Medical Journal (BMJ) að einn af undirverktökum Pfizer væri mjög líklegur til að stunda umfangsmikið og kerfisbundin rannsóknarsvik í þriðja stigs rannsóknum á bóluefni Pfizer síðasta haust.

Afhjúpanir eru aðallega byggðar á vitnisburði frá uppljóstrara Brook Jackson sem sjálf var svæðisstjóri í Texas hjá rannsóknarstofnuninni Ventavia.

Á myndinni eru þrír af þeim sextán læknum sem gera kröfu um að bólusetning með Pfizer verði stöðvuð tímabundið á meðan að málið er skoðað frekar: Carina Ljungfelt, Sebastian Rushworth og Nina Yderberg.

Heimild: Nya Dagbladet