Hópsmit braust út á fullbólusettum kórtónleikum í Þýskalandi

frettinErlent

Kórtónleikar í Þýskalandi þar sem aðeins fullbólusettum gestum eða gestum með mótefni eftir sýkingu var heimilt að mæta,  leiddu til COVID-19 hópsmits þar sem a.m.k. 24 manns smituðust. 

Stjórnendur tónleikana, sem fóru fram í Freigericht (Main-Kinzig), fylgdu 2G reglunni, sem þýðir að aðeins fullbólusettir og þeir sem geta sannað að þeir hafi náð sér af COVID fengu að mæta.

Þetta þýddi að fólki sem gat bókstaflega sannað við innganginn að það væri ekki með COVID-19 með því að sýna neikvætt próf, var meinaður aðgangur.

Þýski fréttamiðillinn Hessenschau greinir frá: „Fleiri smituðust en áður var talið: Eins og héraðið tilkynnti síðdegis á þriðjudag, voru a.m.k. 24 sem greindust smitaðir eftir kórtónleikana. Áður var talið að alls 18 væru smitaðir en ekki hafði verið útilokað að enn fleiri hefðu smitast."

Í stuttu máli segir þessi þýski miðill frá því að hópsmit hafa brotist út á ,,fullbólusettum tónleikum," þar sem óbólusettum og þeim sem gátu framvísað neikvæðu PCR prófi var meinaður aðgangur vegna smithættu á COVID-19.

Í síðustu viku vakti fréttin.is athygli á því að íslenski tónlistamaðurinn Friðrik  Ómar væri á þeirri skoðun að óbólusettir ættu ekki að fá að mæta á tónleika og aðra viðburði og að ekki vildi hann óbólusetta gesti á sínum tónleikum. Sjálfur smitaðist Friðrik Ómar af Covid þrátt fyrir bólusetningu.