Ríkisstjóri Kaliforníu sagður hafa fengið aukaverkanir eftir örvunarskammt – sást ekki í 12 daga

frettinErlent

Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur ekki sést opinberlega síðan hann fékk örvunarskammt af Covid bóluefni þann 27. október sl. Til stóð að hann færi á loftslagsráðstefnuna í Glasgow þann 29. október en komu hans var skyndilega aflýst. Ástæðan var sögð vera fjölskylduskuldbindingar.

Umræður á samfélagsmiðlum voru töluverðar í kjölfarið og veltu menn fyrir sér hvort Newsom hafi brugðist illa við örvunarbólusetningunni.  Eiginkona hans,  Jennifer Newsom, brást nokkuð harkalega við og varði eiginmann sinn á Twitter. Hún nefndi enn og aftur að fjölskylduskuldbindingar væru ástæða fjarveru hans: ,,Fyndið hvernig sumt fólk þolir ekki sannleikann. Þegar menn aflýsa einhverju eru þeir kannski að vinna á skrifstofunni, eyða frítímanum heima með fjölskyldunni, á íþróttaleikjum barnanna eða úti að borða með eiginkonunni, vinsamlegast hættið að hata og finnið ykkur eitthvað að gera ("get a life")," skrifaði hún á Twitter á sunnudaginn. Færslunni var eytt stuttu síðar og hefur ekki heyrst frá henni síðan á Twitter.

Á laugardaginn síðasta sagði talsmaður Newsom við dagblaðið DailyMail að engin tengsl væru á milli örvunarskammtsins og skyndilegrar afbókunar á loftslagsráðstefnuna.

Gavon Newsom á þó að hafa verið viðstaddur brúðkaup fjölskylduvinar síðustu helgi en þar voru engir símar eða myndatökur leyfðar.

Uppfært: Newsom kom fram opinberlega í gær þriðjudag eftir 12 daga hlé og sagði frá því að þau hjónin hafi hætt við að fara á loftlagsráðstefnuna þar sem þau vildu eyða Halloween með börnunum.

Varla líður sá dagur í Kaliforníu að Gavin Newsom komi ekki fram í fjölmiðlum.

Hér er málið rætt á sjónvarpsstöðinni abc7news.



Image