Forstjóri næststærsta flugfélags heims, Delta Air Lines, hefur sagt að baráttan við loftslagsbreytingar muni leiða til þess að dýrara verður að fljúga.
„Með tímanum mun þetta kosta okkur öll meira, en þetta er sú leið sem við verðum að fara," sagði Ed Bastian, forstjóri Delta Air Lines, við BBC.
Um 2,5% af allri kolefnislosun er frá flugi sem hækkar hitastig jarðar, samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni.
Sumir halda því fram að besta leiðin til að draga úr þessari losun sé að fljúga minna.
Stjórnendur Delta segja að eftir að hafa eytt 30 milljónum bandaríkjadala á ári í kolefnisjöfnun hafi félagið verið kolefnishlutlaust frá því í mars 2020.
Flugfélagið hefur einnig heitið því að eyða einum milljarði bandaríkjadala næsta áratug til draga úr losun sinni.
Sparneytnari flugvélar, sjálfbært flugeldsneyti og hreinsun kolefnis úr andrúmsloftinu eru nokkrar af þeim leiðum til að ná þessum markmiðum.