Hversu græn var loftslagsráðstefnan? – 76 einkaþotum flogið á staðinn

frettinErlent

Ef halda skal heimsráðstefnu um loftslagsbreytingar þá ætti hún að vera eins græn og mögulegt er.

Breska ríkisstjórnin segist vera staðráðin í að gera viðburðinn „kolefnishlutlausan" en ný skýrsla bendir til þess að losunin verði rúmlega tvisvar sinnum meiri en frá fyrri ráðstefnunni sem haldi var í Madríd.

Fleiri fulltrúar, meiri útblástur

Samkvæmt frummatsskýrslu fyrir bresk stjórnvöld er gert ráð fyrir að koltvísýringslosun á COP26 loftlagsráðstefnunni nái að jafnvirði 102.500 tonnum af koltvísýringi. Það er svipað og árleg losun frá um 10.000 breskum heimilum.

Talan fyrir COP26 losun er tvisvar sinnum hærri en á síðastu loftslagsráðstefnu í Madríd árið 2019.

Breska ríkisstjórnin segir að þrátt fyrir Covid faraldurinn hafi Glasgow ráðstefnan verið með yfir 39.000 þátttakendur, um 12.000 fleiri en voru á ráðstefnunni í Madríd árið 2019.

Millilandaflug og einkaþotur

Samkvæmt skýrslunni er talið að um 60% af losuninni í krongim COP26 hafi komið frá millilandaflugi.

Til að koma í veg fyrir útblástur frá flugi voru fundarmenn hvattir til að ferðast landleiðis ef mögulegt var.

Aftur á móti flugu margir leiðtogar heims á fundinn í einkaþotu, auk þess var fjöldi flutningaflugvéla sem fluttu þyrlur og farartæki fyrir bílalest.

Fluggreiningafyrirtækið Cirium upplýsti BBC að alls hafi 76 einkaþotum verið flogið á ráðstefnuna á fyrstu fjórum dögunum fram að 1. nóvember,  daginn sem ráðstefnan hófst.

Nánar á BBC.