Leikarinn Matthew McConaughey segist vilja vita meira áður en hann lætur bólusetja yngri börn sín með Covid bóluefni. Hann er á þeirri skoðun að ekki eigi að skylda ung börn til að taka COVID-19 bóluefnið. Hann er sjálfur ekki tilbúinn að taka þá áhættu.
„Sjáið til. Við sögðum bara að við gætum bólusett börn," sagði McConaughey á fjarfundarráðstefnu á DealBook leiðtogafundi New York Times sl. þriðjudag. „Ég vil treysta vísindunum. Trúi ég því að það sé einhvers konar svindl í gangi eða samsæriskenningar? Aldeilis ekki...við verðum öll að hætta að hugsa þannig. Það er engin samsæriskenning um bóluefnin. Þetta eru vísindamenn sem gera sitt besta."
„En þetta er ógnvekjandi," bætti leikarinn við sem á þrjú börn á aldrinum 8, 11 og 13, með eiginkonu sinni Camilu Alves McConaughey. ,,Eins og stendur mun ég ekki láta bólusetja yngri börnin mín, það skal ég ég segja ykkur."