Þingmenn Lettlands sem ekki hafa verið bólusettir við Covid eða eru ekki með mótefni eftir Covid sýkingu munu ekki fá greidd laun og mega ekki lengur taka þátt í atkvæðagreiðslum þingsins.
Þingmenn samþykktu ákvörðunina á föstudag með 62 atkvæðum af 100.
„Frá og með 15. nóvember mun þingmaður aðeins eiga rétt á að taka þátt í starfi Saeima, þjóðþings Lettlandi, ef hann hefur lagt fram COVID-19 vottorð sem staðfestir bólusetningu eða fyrrum veikindi af Covid," segir í yfirlýsingu frá þinginu.
„Mánaðarlaunum og öðrum þingmannagreiðslum verður haldið eftir hjá þeim þingmönnum sem munu ekki eiga rétt á þátttöku í störfum þingsins," segir ennfremur í yfirlýsingunni.
Fyrirkomulagið á einnig við um sveitarstjórnarmenn og mun taka gildi þegar núverandi lokunaraðgerðir sem standa yfir í mánuð taka enda.