Enn er ströngustu ,,sóttvarnaraðgerðum" Evrópu mótmælt, en nýlega tóku gildi reglur á Ítalíu þar sem fólki er meinað að sækja vinnu framvísi það ekki bólusetningapassa, vottorði um mótefni eftir sýkingu eða PCR prófi.
Mikill fjöldi sótti mótmælin í Mílanó á Ítalíu í gær þar sem Robert F. Kennedy Jr. mætti og var fagnað sem hetju. Hann hefur frá upphafi talað gegn Covid bólusetningum sem hann segir skaðlegar heilsunni, og nú berst hann sömuleiðis gegn bólusetningapössum.
Robert F. kennedy Jr., sem er frændi John F. Kennedy fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ávarpaði fjöldann sem samankominn var til að mótmæla ,,grænu pössunum." Hann gagnrýndi passana harðlega og sagði þá vera hannaða til að hafa eftirlit með borgurunum.
Kennedy sagði meðal annars að ríkisstjórnir heims sem sögðu í upphafi faraldurs að sóttvarnaraðgerðir yrðu tímabundnar og myndu vara stutt, hafi nú tekið almenn réttindi af borgurunum. ,,Ríkisstjórnirnar munu aldrei skila þeim réttindum aftur til fólksins nema að fólkið sjálft láti þær skila þeim. ,,Græni passinn" er leið yfirvalda til að stjórna lífi ykkar, sagði Kennedy: ,,Ég segi ykkur það, ég mun standa með ykkur alla leið í þessari baráttu, ef ég þarf að deyja fyrir málstaðinn, þá mun ég deyja í stígvélunum mínum."
Mótmælin og ræðu Kennedy má sjá hér: