Evrópuþingmaður er harðorður í garð stjórnvalda og segir þau brjóta alvarlega á mannréttindum

frettinErlent

Rúmenski Evrópuþingmaðurinn Cristan Terhes fer hörðum orðum um stjórnvöld og bólefnaframleiðendur og segir þau brjóta alvarlega á mannréttindum.

Þingmaðurinn segir: ,,Við vorum kosin hingað á Evrópuþingið af fólkinu en við skulum aldrei gleyma því að við vorum kosin hingað til að vinna fyrir fólkið og við skulum ávallt hafa hagsmuni þess að leiðarljósi.  Það er ástæðan fyrir því að þau kusu okkur hingað á þingið. Margir stjórnmálamenn virðast gleyma þessu og setja sig á háan stall gagnvart fólkinu eftir að hafa verið kosnir.  Þeir segjast ávallt hafa mannréttindi að leiðarljósi og að Evrópuþingið sé mjög lýðræðisleg stofnun. ,,Er það svo?" spyr Cristan, ,,getið þið virkilega horfst í augu við þetta fólk eftir að hafa tekið af þeim öll mannréttindi og þóst fylgja mannréttindarsáttmálum og vera að verja þeirra hagsmuni?"

Cristan segir það vera mannréttindabrot að reyna þvinga fólk í bólusetningu, það séu sjálfsögð mannréttindi að slíkt inngrip í líkama fólks sé val hvers og að engan skuli þvinga í lyfjagjöf. Fyrir því þurfi að liggja undirritað samþykki að lyfjagjöfin sé gerð af fúsum og frjálsum vilja, en þegar þvingunum sé beitt í þeim efnum er um að ræða alvarlegt mannréttindabrot. Cristan bætir við að hinn svokallaði ,,græni passi" sé brot á mannréttindarsáttmálanum.

Þingmaðurinn segir einnig að það séu þar að auki sjálfsögð mannréttindi að vera upplýstur um bóluefnaferlið og gagnrýnir að mikil leynd hvíli yfir þeim efnum og að þingmenn fái ekki einu sinni að sjá samningana. Þingmaðurinn sýnir skjal sem honum var sent varðandi innihaldið og samningana við bóluefnaframleiðendur.  Strikað hafði verið með svörtu yfir textann í flestum skjölunum sem voru því ólæsileg og ekki möguleiki á að sjá hvað stæði í þeim.

Þingmaðurinn hvetur fólk til að leita svara hjá sínum stjórnvöldum og spyrja út í  innihald samninganna og hvers vegna það hefur ekki verið upplýst um innihaldið, það séu sjálfsögð mannréttindi og óeðlilegt að leynd hvíli yfir skjölunum.

Þess má geta að sama leynd hvílir yfir samningunum hér á landi og hefur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra neitað að opinbera þá. Nokkrir þingmenn í velferðarnefnd fengu að skoða skjölin, en hafa ekki mátt tjá sig um innihaldið.

Ræðu þingmannsins má sjá hér að neðan.