Á föstudagsmorgun 19. nóvember verður nánast almyrkvi á tunglinu og mun það sjást best í Norður-Ameríku. Tunglmyrkvinn mun vara í þrjár klukkustundir, 28 mínútur og 23 sekúndur og er sá lengsti í 580 ár og jafnframt sá lengsti á þessari öld.
Á þessum degi mun jörðin ganga á milli sólar og tungls og varpa þannig skugga á tunglið. Myrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 04:00 (á austurströnd Bandaríkjanna) og mun um 97% af tunglinu fara inn í skugga jarðar. Á Íslandi mun þetta verða sýnilegt um níuleytuð á föstudagsmorgni.
Hvað er tunglmyrkvi?
Tunglmyrkvi nefnist það þegar sól, jörð og tungl mynda beina línu í þessari röð. Þá gengur tunglið inn í skugga jarðarinnar og myrkvast af þeim sökum. Sá sem staddur væri á yfirborði tunglsins sæi myrkvann sem sólmyrkva, því að jörðin skyggði þá á sólina frá honum séð.