Taiwan frestar síðari bólusetningu 12-17 ára vegna hjartavöðvabólgu

frettinErlent

Heilbrigðisráðherra Taiwan, Chen Shih-Chung, hefur ákveðið að stöðva seinni umferð Covid bólusetninga í aldurshópnum 12-17 ára vegna margra tilfella hjartavöðvabólgu meðal ungmenna sem hafa fengið fyrri skammt bóluefnis Pfizer. Heilbrigðisyfirvöld hafa einnig gefið út að bólusetningar barna undir 12 ára verði ekki hugleiddar fyrr en útskýringar hafa fundist. Mörg tilfelli gollurshússbólgu hafa einnig greinst sem valda yfirvöldum áhyggjum.

Fleiri ríki hafa valið að víkja frá leiðbeiningum bóluefnaframleiðenda í bólusetningum á ungmennum, þar á meðal Hong Kong og Stóra-Bretland, vegna sömu áhyggna um hættuna á alvarlegum aukaverkunum. 

Taiwan News segir frá.