Héruðin Efra Austurríki og Salzburg í Austurríki áætla að setja útgöngubann á alla borgara í næstu viku, ekki aðeins óbólusetta, til að sporna við fjölgun smita í landinu. En sjúkrahús þar í landi eins og víða annars staðar eiga nú í erfiðleikum með að sinna sjúklingum.
Ríkisstjóri Efra Austurríkis, Thomas Stelzer, sagði í ræðu á ríkisþingisfundi í dag að ef ekkert útgöngubann yrði á landsvísu muni héraðið fara í „lokanir í nokkrar vikur frá og með næstu viku,“ sagði Die Presse.
Salzburg hefur einnig samþykkt að taka þátt í aðgerðunum og tilkynnti í yfirlýsingu að þeirra væri þörf „í ljósi áframhaldandi aukningar nýrra kórónuveirusmita."
Ríkisstjórn Austurríkis setti í byrjun þessarar viku útgöngubann á óbólusetta borgara í öllu landinu.