Lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) vill banna birtingu þeirra gagna sem notuð voru til að samþykkja neyðarleyfi (EUA, Emergency Use Authorisation) á bóluefni Pfizer, næstu 55 árin.
FDA hefur krafist þess að alríkisdómsdómari láti almenning bíða til ársins 2076 með að fá afhent gögn og upplýsingar sem stuðst var við þegar stofnunin samþykkti Pfizer bóluefnin til notkunar á almenningi.
FDA hafði ítrekað lofað „fullu gagnsæi" með tilliti til Covid-19 bóluefna, þar á meðal því sem snéri að samþykkt bóluefnanna.
Í ágúst sl. eða strax eftir samþykkt bóluefnisins, fóru rúmlega 30 fræðimenn, prófessorar og vísindamenn frá virtustu háskólum landsins fram á að fá gögnin og upplýsingarnar sem Pfizer lagði fram þegar það sótti um leyfi hjá FDA fyrir COVID-19 bóluefninu.
Fyrir nokkrum dögum, bað FDA alríkisdómstólinn aftur á móti að veita sér tíma til ársins 2076 til að koma með þessar upplýsingar að fullu. FDA bað dómarann um leyfi til að útvega um 329.000 blaðsíður af skjölum sem Pfizer afhenti FDA þegar það sótti um leyfið. FDA krefst þess að leggja fram 500 blaðsíður á mánuði, sem þýðir að framlagningu gagna verði ekki lokið fyrr en árið 2076.
Það tók FDA þó aðeins 108 daga að afgreiða leyfisumsókn frá Pfizer sem innihélt 329.000 blaðsíður
Reuters sagði meðal annarra frá.