Geir Ágústsson skrifar:
„Munið að tilgangur staðfestingar á bólusetningu er að hvetja gesti til að láta bólusetja sig, ekki til að hafa hemil á útbreiðslu veirunnar.“
Svona er að orði komist á heimasíðu BC Recreation and Parks Association í Kanada, sem eru samtök almenningsgarða í Bresku Kólumbíu í Kanada.
„Bólusetningarvottorðið krefst þess að fólk láti bólusetja sig til að stunda ákveðna afþreyingu eins og að fara á veitingahús, í bíó, í líkamsrækt, ekki af því þessir staðir eru sérstaklega áhættusamir. Við sjáum í raun ekki mikla smitútbreiðslu í þessum aðstæðum. ... [Bólusetningarvottorðið] á í raun að búa til hvata til að bæta bólusetningarhlutfall okkar.“
Svona komst að orði Patricia Daly, yfirmaður á kanadískri heilbrigðisstofnun. Sjá einnig hér.
Ætli íslensk yfirvöld og önnur í vestrænum ríkjum þar sem aðskilnaðarsamfélag er boðað muni koma fram af sömu hreinskilni?