Vínarborg býr sig undir óeirðir – reiknað með 10 þúsund manna mótmælum

frettinErlent

Reiknað er með 10 þúsund manna mótmælum í Vínarborg í dag og hafa menn áhyggjur af því að óeirðir gætu brotist út. Í gærkvöldi skaut lögreglan í Rotterdam viðvörunarskotum á mótmælendur og særði nokkra.

Austurríki er fyrsta landið í Evrópu sem ætlar að gera Covid bólusetningar að skyldu frá og með 1. febrúar 2021.

„Frá og með deginum í dag er Austurríki einræðisríki," sagði Herbert Kickl, leiðtogi Frelsisflokks Austurríki (FPO). Hann sakaði ríkisstjórnina um að fara yfir „dökkrautt strik“ með áætlun sinni um að þvinga borgara til að fara í Covid bólusetningu.

1300 lögreglumenn voru í viðbragðsstöðu í gær þar sem leyniþjónusta hafði varað við því að andstæðingar Covid bólusetninga ætluðu að ráðast inn á sjúkrahús til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Ekkert virðist hafa orðið af þess konar mótmælum.

Alexander Schallenberg kanslari tilkynnti einnig að útgöngubann verði sett á alla borgara á mánudag. Aðeins óbólusettir hafa þessa vikuna verið í útgöngubanni. Schallenberg kenndi óbólusettum um að neyða ríkisstjórnina til að setja útgöngubann á alla landsmenn.

„Við krefjumst mikils af bólusettu fólki hér á landi, því óbólusetta fólkið hefur ekki sýnt samstöðu,“ sagði kanslarinn.

The Telegraph.