Íbúar innan Evrópusambandsins munu þurfa örvunarskammt af Covid bóluefnunum vilji þeir ferðast til annarra landa næsta sumar. Þá sleppa þeir einnig við að fara í Covid próf eða sæta sóttkví. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði þetta til á fimmtudag.
Framkvæmdastjóri ESB lagði einnig til að samþykkja ætti öll bóluefni sem samþykkt eru af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í ferðaskyni, sem myndi þá leyfa ónauðsynlegar ferðir til landa utan sambandsins fyrir fólk sem er bólusett með kínverskum bóluefnum sem framleidd eru á Indlandi.
Framkvæmdastjórnin vill samræma reglur milli 27 ESB þjóða til að leyfa frjálsa för fyrir bólusett fólk. Sambandið lagði fram tillögur sínar þegar Evrópa varð aftur miðpunktur COVID-19 heimsfaraldursins, jafnvel eftir árangursríkar bólusetningarherferðir og var því þörf á að taka upp nýja stefnu í þessum málum.
Ríkisstjórnir ESB sem eiga eftir að samþykkja tilmæli framkvæmdastjórnarinnar hófu umræðu um málið á þriðjudag. Grikkir lögðu m.a. til á miðvikudag að fólk ætti framvegis að geta ferðast frjálst ef það hefur fengið bóluefnaskammt undanfarna sex mánuði.
Þá leggur framkvæmdastjórnin til að fólk fái að ferðast ef síðasta sprautan hafi verið innan síðustu níu mánaða og að þessi uppfærsla eigi að gilda frá 10. janúar.
Reuters greindi frá.