Engin grímuskylda í verslunum Iceland

frettinErlent

Yfirmaður verslunarkeðjunnar Iceland í Bretlandi hefur gefið út að starfsfólk muni ekki neyða viðskiptavini til að vera með grímu í verslununum, þrátt fyrir að grímuskylda hafi verið sett á í verslunum frá og með deginum í dag.

Bretar gætu átt yfir höfði sér sekt upp á £200 fyrir að neita að vera með grímu þegar þess er krafist, £400 fyrir annað brot og £800 fyrir það þriðja.

Walker, framkvæmdastjóri Iceland, sagði að ekki ætti að biðja starfsmenn um að grípa inn í þegar það komi auga á grímulausa viðskiptavini og að starfsfólk Iceland myndi ekki fylgja reglum um grímuskyldu eftir.

Framkvæmdastjórinn sagði við Daily Mail: „Við styðjum fullkomlega reglur um grímuskyldu í verslunum, aftur á móti munum við ekki biðja starfsfólk okkar að sinna löggæslu."

„Verslanateymi okkar ásamt öllu starfsfólki, hefur gert sitt allra besta þegar kemur að því að tryggja öryggi viðskiptavina og byggja upp traust neytenda, og það er mikilvægt að við einbeitum okkur að langtíma endurreisn verslunargötunnar."

„Við þurfum að halda áfram að hvetja fólk til að versla í búðum ef því líður vel með það og ég er vongóður um að þessar nýju leiðbeiningar okkar fæli ekki viðskiptavini frá.“

Sunnudaginn 28. nóvember gaf heilbrigðisráðherra Bretlands út að grímuskylda yrði aftur tekin upp í verslunum og almenningssamgöngum frá og með þriðjudeginum 30. nóvember.

Heimild.