Barir og veitingastaðir opnuðu í Hollandi um helgina í trássi við reglur yfirvalda

frettinErlentLeave a Comment

Tugir veitinga- og kaffihúsaeigenda í Hollandi opnuðu staði sína í trássi við lokunarreglur ríkisstjórnarinnar á laugardaginn. Mótmælaaðgerðirnar gengu vandræðalaust fyrir sig sagði Dirk Beljaarts, formaður samtaka í hótel-og veitingageiranum.

Beljaarts sagði í sjónvarpsþættinum Nieuwsuur að til standi að halda fleiri mótmæli á næstu dögum og að stuðningur almennings við mótmælaaðgerðirnar hafi yljað sér um hjartarætur. Hann bætti því að ef opnun kaffihúsanna væri „svona lífshættuleg“ hefðu borgarstjórar gripið til aðgerða og látið loka þeim.

Á föstudaginn sagði ríkisstjórnin að verslanir, háskólar og líkamsræktarstöðvar mættu opna aftur, en barir, kaffihús og menningargeirinn verði áfram lokuð vegna aukningar á kórónuveirusmitum.

Á laugardaginn opnuðu kaffi-og veitingastaðir um allt land aftur á móti staði sína í mótmælaskyni, með þegjandi samþykki sveitarstjórnarmanna.

Í Valkenburg og Venlo í Limburg opnuðu nokkur kaffihús um stund og embættismenn gripu ekki inn í, að því er útvarpsstöð í Limburg greindi frá.

Hylke van der Werf, eigandi kaffihúsinu Thús í Drachten, sagði að hann hafi fengið lyklana að húsnæði sínu fyrir aðeins tveimur árum og á þeim tíma hafi staðurinn verið lengur lokaður heldur en opinn. „Við erum að opna núna í smá stund. Við viljum ekki biðja um fjárhagsaðstoð, við viljum vinna okkur inn peninga sjálf.“

DutchNews.nl greindi frá.

Fjölmenn mótmæli fóru einnig fram í Amsterdam í gær gegn lokunaraðgerðum stjórnvalda.


Skildu eftir skilaboð