Næstum mánuði eftir að stærsta sjúkrahús Ísraels, Sheba Medical Center, hóf tímamótarannsókn á virkni fjórðu COVID sprautunnar sagði prófessor við spítalann í gær að fjórði skammturinn veitti aðeins að litla vörn gegn Omicron afbrigðinu.
„Bóluefnið, sem var mjög áhrifaríkt gegn fyrri afbrigðum, er minna áhrifaríkt gegn Omicron,“ sagði prófessor Gili Regev-Yochay, aðalrannsakandi í tilrauninni.
„Við sjáum aukningu á mótefnum, meiri en eftir þriðja skammtinn,“ sagði Regev-Yochay. „Hins vegar sjáum við marga smitaða af Omicron sem fengu fjórða skammtinn. Vissulega aðeins minna en í samanburðarhópnum, en samt mikið af sýkingum,“ bætti hún við.
„Niðurstaðan er sú að bóluefnið veitir góða vörn gegn Alpha og Delta en fyrir Omicron er það ekki nógu gott,“ sagði hún.
Regev-Yochay bætti við að það væri samt líklega góð hugmynd að gefa þeim fjórða skammtinn sem eru í mestri áhættu, en gaf í skyn að kannski ætti að breyta núverandi áætlun sem einnig býður þeim sem eru eldri en sextugt fjórða sprautuna. Frekar ætti að gefa hann aðeins þeim sem eru enn eldri. Hún útskýrði það ekki nánar.
Spítalinn sendi ekki frá sér frekari upplýsingar eða gögn. Regev-Yochay sagði að niðurstöður rannsóknarinnar væru aðeins frumrannsókn en gaf til kynna að hún væri að veita upplýsingarnar um þessa fyrstu rannsókn á Omicron, þar sem áhugi manna á málinu væri mikill.
Nokkrum klukkustundum eftir að niðurstöðurnar voru birtar gaf Sheba sjúkrahúsið út yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að „halda áfram bólusetningaherferð fyrir áhættuhópa á þessum tíma, jafnvel þó að bóluefnið veiti ekki mikla vörn gegn Omicron.“
Hebreskir fjölmiðlar greindu frá því að þrýst hafi verið á sjúkrahúsið að gefa út þessa yfirlýsingu eftir að heilbrigðisráðuneytið var ósátt við birtingu á þessum fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar.
Um 500 þúsund Ísraela hafa fengið fjórða skammtinn.