Austurríska þingið samþykkti í dag að innleiða Covid skyldubólusetningu fyrir alla 18 ára og eldri frá og og með 1. febrúar n.k. Lögin eru fyrst sinnar tegundar í Evrópu, þeir sem ekki hlýða eiga yfir höfði sér allt að 3,600 evra sekt.
Þingið samþykkti lögin með 137 atkvæðum gegn 33 og munu þau gilda fyrir alla íbúa Austurríkis 18 ára og eldri. Undanþágur eru veittar fyrir barnshafandi konur, þá sem af læknisfræðilegum ástæðum mega ekki fá bóluefnið og þá sem á síðustu sex mánuðum hafa náð sér af sjúkdómnum.
Um miðjum mars mun austurríska lögreglan því byrja að ganga um stræti og torg og kanna bólusetningastöðu almennings við hefðbundið eftirlit. Þeir sem ekki geta framvísað sönnun á bólusetningu fá fyrst skriflega fyrirskipun um að gera svo, og er fyrsta sektin 600 evrur ef skipuninni er ekki hlýtt.
Boðað hefur verið til mótmæla í Austurríki og víðar í Evrópu um helgina, þár á meða hér á landi á sunnudaginn. Mótmælin hefjast við Stjórnarráðið kl. 16.
One Comment on “Austurríska þingið samþykkti skyldubólusetningu fyrir 18 ára og eldri – nokkrar undantekningar”
Gamla fasistagrýlan rumskar í föðurlandi alræmdasta fasista sögunnar, Adolfs Hitler. Er einhver sem vill feta í fótspor hans og hans sorglega föðurlands?
Hver hefði trúað því fyrir u.þ.b. 20 árum síðan þegar byrjaði að kveða rammt af hinum pólitíska réttrúnaði að við værum á þessum stað að ræða í alvöru að neyða fólk til að undirgangast lyfjainntöku gegn sínum vilja? Innan við hundrað árum eftir fall Weimar lýðveldisins og uppgangi þriðja ríkisins þar sem heil þjóð var dáleidd af áróðri sósíalistaflokks Adolfs Hitler.