Á upplýsingafundi Almannavarna, 19. janúar sl. spurði Arnþrúður frá Útvarpi Sögu Þórólf sóttvarna-lækni hvers vegna ekki hafi verið ákveðið að fara þá leið að segja þjóðinni frá því að hún væri að taka þátt í lyfjatilraun.
Þórólfur svaraði þá: ,,Ég veit ekki alveg hvað þú ert að vísa til með lyfjatilraun það er Lyfjastofnun sem gefur markaðsleyfi sitt til þess að nota lyfið fyrir alla þannig að ég er ekki aðili að þessum samningi og ég get ekki sannreynt það... það sem þú ert að halda fram ... að hér sé um ... að þar standi að hér sé um lyfjatilraun að ræða og ég svona vil draga það bara í efa þetta er ekki lyfjatilraun ....“
Þegar Arnþrúður spurði hvort það væri þá rangt hjá heilbrigðisráðherra að þessu lyki ekki fyrr en 2026 sem ráðherrann hafði fullyrt við velferðarnefnd Alþingis nokkrum dögum fyrr, svaraði Þórólfur:
,,Ja ég ætla ekkert að fara að ræða um eitthvað sem að .. eitthvað sem að þú sem þú fullyrðir að einhver hafi sagt ég hef ekki heyrt það og ég veit það ekki það er best að þú spyrjir hann að því sjálfan.“
Orð Þórólfs stangast einnig á við það sem þingkonan Inga Sæland sagði í útvarpsviðtali 5. janúar sl. um að tilraununum ljúki ekki fyrr en árið 2026.
Lyfjastofnun hefur gefið út „skilyrt markaðsleyfi“
Orð bæði heilbrigðisráðherra og Ingu Sæland eru í samræmi við það sem fram kemur í frétta-tilkynningu Lyfjastofnunar frá 5. janúar sl. þar sem stofnun staðfesti að ,,þegar skilyrt markaðsleyfi hafa verið veitt þurfa lyfjafyrirtæki að senda inn viðbótargögn úr rannsóknum innan fyrirfram skil-greindra tímamarka. Gögnin eru ýmist niðurstöður nýrra rannsókna eða rannsókna sem eru í gangi þegar skilyrtu markaðsleyfin eru veitt.“
Yfirlýsing Lyfjastofnunar frá 5. janúar, sagði ekki hvers vegna lyfjafyrirtæki ættu að senda inn viðbót-argögn úr rannsóknum. Það hafði Lyfjastofnun hins vegar gert í yfirlýsingu 1. desember 2020 þegar borist höfðu umsóknir um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefnin. Þá sagði Lyfjastofnun: ,,undir slíkum kringumstæðum liggur fyrir minna magn rannsóknargagna um lyfin en þegar um hefðbundin markaðsleyfi er að ræða, en umsækjanda er gert að skila frekari gögnum síðar.“
Hér á síðu Lyfjastofnunar, ,,Bóluefni gegn COVID-19” má sjá þau fjögur bóluefni sem hafa verið notuð hér á landi. Lyfjastofnun reynir að blekkja lesanda síðunnar með því að setja efst á síðuna þennan texa ,,Fjórum bóluefnum gegn COVID-19 hefur verið veitt markaðsleyfi á Íslandi. “
Vegna þessa er lesanda er bent á að fletta upp hverju bóluefni og fara í neðsta liðinn undir liðnum “Algengar spurningar og svör” – upplýsingar um markaðsleyfi. Þá mun lesandi sjá að öllum fjórum bóluefninunum hefur aðeins verið veitt skilyrt markaðsleyfi.
Með öðrum orðum, það eru enn í gangi rannsóknir um hugsanlegan ávinning og áhættu af notkun bóluefnanna og íslenskur almenningur er tilraunadýrin, eins og Inga Sæland sagði í útvarpsviðtalinu.
Gögn frá EMA staðfesta yfirstandandi rannsóknir
Í matsskýrslu Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) á bóluefni Pfizer, sem dagsett er 19. febrúar 2021, kemur fram á bls. 140 að til að staðfesta virkni og öryggi bóluefnis Pfizer skuli leyfishafi skila niðurstöðu klínískrar rannsóknar í desember 2023.
Þetta kemur heim og saman við það sem fram kemur á bls. 4 í viðauka 1 ,,Samantekt á eiginleikum lyfs“ sem finna má á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu en þar segir um tímalengd á vörn bóluefnisins: ,,Ekki er þekkt hversu lengi vörn bóluefnisins varir, þar sem klínískar rannsóknir standa enn yfir.“
Ósannsögli og ábyrgð sóttvarnalæknis
Sóttvarnalækni er að sjálfsögðu kunnugt um þann mikla mun sem er á markaðsleyfi annars vegar og skilyrtu markaðsleyfi lyfja hins vegar og þær miklu rannsóknir sem þurfa að fara fram eftir útgáfu skilyrts markaðsleyfis svo markaðsleyfi fáist útgefið.
Þrátt fyrir þessa vitneskju hefur sóttvarnalæknir a.m.k. frá 19. maí 2021 á síðunni covid.is undir liðnum „Yfirlit yfir stöðu samninga um bóluefni vegna COVID-19“ birt rangar upplýsingar um markaðslega stöðu bóluefnanna með því að segja þar að Lyfjastofnun Íslands hafi gefið þeim markaðsleyfi á Íslandi.
Forræði sóttvarnalæknis hvað varðar bóluefnin og notkun þeirra er staðfest í tilkynningu sóttvarna-læknis sem birt var á vef Landlæknis 19. nóvember 2020. Þar segir m.a. að undirbúningur að bólusetningu sé hafinn undir stjórn sóttvarnalæknis og nánari upplýsingar um bóluefnin og bólu-setningu gegn COVID-19 verða birtar strax og nánari fréttir berast. Ábyrgð sóttvarnalæknis er þarna staðfest með ótvíræðum hætti.
Að sóttvarnalæknir vísvitandi ljúgi að almenningi á upplýsingafundi Almannavarna og láti það standa á upplýsingasíðu covid.is að bóluefnin séu með markaðsleyfi hér á landi er augljóslega gert til að afvegaleiða almenning og telja honum trú um að bóluefnin séu að fullu rannsökuð og hafi fengið endanlegt markaðsleyfi eins og almenningur þekkir með örugg og góð lyf. Með þessu hefur sóttvarnalæknir misnotað það traust sem almenningur ber og á að geta borið til stjórnvalda og upplýsinga sem frá þeim koma.
Að sóttvarnalæknir skyldi ekki, á síðasta upplýsingafundi, koma hreint fram um markaðslega stöðu bóluefnanna hér á landi og upplýsa um þær rannsóknir sem standa enn yfir staðfestir enn frekar ásetning hans til að afvegaleiða og blekkja almenning.
Sem opinberum starfsmanni er ein af skyldum sóttvarnalæknis að veita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar þegar eftir því er leitað eins og lög kveða á um. Sóttvarnalæknir hefur brotið alvarlega gegn þessum skyldum sínum.
Mun ráðherra sem fer með yfirstjórn sóttvarna bregðast við brotum sóttvarnalæknis í starfi?
2 Comments on “Sóttvarnalæknir fullyrðir ranglega að bóluefnin séu með markaðsleyfi”
Tilraunir aðgengilegar: clinicaltrials.gov
Stór gagnagrunnur. Fletti t.d. upp einni hér:
„Study to Describe the Safety, Tolerability, Immunogenicity, and Efficacy of RNA Vaccine Candidates Against COVID-19 in Healthy Individuals“
https://www.clinicaltrials.gov/ct2/show/record/NCT04368728
First Submitted Date ICMJE
April 27, 2020
First Posted Date ICMJE
April 30, 2020
Last Update Posted Date
December 22, 2021
Actual Study Start Date ICMJE
April 29, 2020
Estimated Primary Completion Date
May 15, 2023
„The safety and scientific validity of this study is the responsibility of the study sponsor and investigators. Listing a study does not mean it has been evaluated by the U.S. Federal Government. Know the risks and potential benefits of clinical studies and talk to your health care provider before participating. Read our disclaimer for details.“
Han segja „Lyfjastofnun sem gefur markaðsleyfi“: Með öðrum orðum, ef lyfjastofnun gefur leyfi til að gefa rottueitur til folk þá gerir hann það — í hans mati ber hann enga ábyrgð að því það var lyfjastofnun sem leyfði bóluefni væri notað. Við sjá ef lyfjastofnun líkar þetta komment, að þeir ættu að taka alla ábyrgðina?