Á upplýsingafundi almannavarna í dag lagði Arnþrúður Karlsdóttir frá Útvarpi Sögu fram spurningu til Ölmu Möller landlæknis m.a. um tengsl bólusetninganna við ákvæði samninganna við lyfjarisana.
Svar Ölmu var athyglisvert en hún sagði m.a.: „Þú spyrð hvort það sé verið að bólusetja til að uppfylla samninga, nú er Landlæknir ekki e.. aðili að þeim það er.. bólusetningar eru á borði sóttvarnalæknis og Landlæknir hefur ekki lesið þessa samninga en svarið er að sjálfsögðu nei.“
Samkvæmt lögum um landlækni þá er eitt meginhlutverk hans að bera ábyrgð á framkvæmd sótt-varna í samræmi við sóttvarnalög. Þá segir í sóttvarnalögum að landlæknir beri ábyrgð á framkvæmd sóttvarna undir yfirstjórn ráðherra.
Á upplýsingafundi almannavarna 19. janúar sl. spurði Arnþrúður frá Útvarpi Sögu Þórólf sóttvarna-lækni og vísaði til samninganna um bóluefnin og vildi m.a. fá svör við því hvers vegna ekki var ákveðið að fara þá leið að segja þjóðinni frá því að hún væri að taka þátt í lyfjatilraun.
Svar Þórólfs var einnig mjög athyglisvert en hann sagði m.a. „ég er ekki aðili að þessum samningi og ég get ekki sannreynt það... það sem þú ert að halda fram ... að hér sé um ... að þar standi að hér sé um lyfjatilraun að ræða og ég svona vil draga það bara í efa…“
Samkvæmt lögum um landlækni þá ræður hann starfsfólk til embættisins og samkvæmt sóttvarna-lögum skal starfa sóttvarnalæknir við embætti landlæknis og ber hann ábyrgð á sóttvörnum.
Samningamaðurinn Þórólfur í beinum samskiptum við Pfizer
Á fyrstu vikum ársins 2021 kom upp sú hugmynd að gera Íslendinga að tilraunadýrum fyrir Pfizer. Var umræðan um það að Íslendingum yrði einungis gefið bóluefnið frá Pfizer og þá yrði m.a. hægt að rannsaka áhrif efnisins og tilgátur um hugtakið ,,hjarðónæmi“ og hvað þyrfti til að það næðist.
Bóluefnið sem átti að nota frá Pfizer er það sama og gefið hefur verið hér á landi samkvæmt skilyrta markaðsleyfinu frá Lyfjastofnun.
Á þessum tíma fór Þórólfur sóttvarnalæknir mikinn í fjölmiðlum og á upplýsingafundum og gaf það út að hann væri í beinum samskiptum við Pfizer, sæti með þeim fundi og þá færi hann yfir samnings-drög sem kæmu frá fyrirtækinu.
Þann 5. febrúar 2021 kom Þórólfur fram í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Fréttin um það á visir.is bar fyrirsögnina „Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer.“
Útvarpsmaðurinn spurði þá Þórólf: ,,Við getum ekki sleppt þér án þess að nefna þennan þráláta orðróm um að það sé samningur í höfn milli Íslands og Pfizer varðandi þessa tilraun geturðu sagt okkur eitthvað?“
Þórólfur svaraði: „Við erum í samningaviðræðum við Pfizer og munum eiga fund og eru líka að bíða eftir þessum samningsdrögum sem við vonumst til að fá sem fyrst og þá vitum við meira hvar við stöndum og svo framvegis en það er bara ekki komið.“
Svo sagði Þórólfur:
„Ja ég er ágætlega bjartsýnn, ég meina við erum jákvæð á þetta verkefni og þessa rannsókn og hérna tengiliður okkar við Pfizer eða þessi sem við höfum verið að ræða við eru jákvæð en það er kannski bara ekki nóg mál kemst ekki í neina höfn fyrr en við sjáum samning og sjáum um hvað málið snýst raunverulega og endanlega og það er ekki fyrr en við fáum einhver samningsdrög í hendurnar og það er ekki komið.“
Þennan sama dag, 5. febrúar 2021, var frétt í dv.is sem bar fyrirsögnina „Fundur fyrirhugaður með Pfizer í næstu viku - „Erum að bíða eftir samningsdrögum“
Í fréttinni er haft eftir Þórólfi að hann sé í samskiptum við Pfizer og að hann eigi fund með þeim í næstu viku. Ekki tók hann fram um hvað fundurinn snérist en segist vera að bíða eftir samnings-drögum. Hann tekur fram að ekki sé víst að samningurinn eða samningsdrögin verði ásættanleg og að það þurfi bara að taka afstöðu þegar kemur að því. Um leið og málið sé komið í höfn fái allir að vita hvað gerist.
Þann 8. febrúar 2021 var frétt í Kjarnanum sem bar fyrirsögnina „Þórólfur um samninginn við Pfizer: „Þetta er hið sanna.“ Í greininni er fjallað um orð Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna þennan sama dag.
Er haft eftir Þórólfi í greininni: „Hið sanna er“ að „við höfum ekki fengið nein samningsdrög frá Pfizer.“
Síðar segir Þórólfur: „Við höfum komið með ákveðna tillögu til Pfizer, hún er til meðhöndlunar þar og þeir eru að koma með drög að samningi sem er ekki kominn og þá er ekki meira um það að segja í sjálfu sér.“ Þegar þar að komi „þurfum við að skoða þau samningstilboð sem þar eru, hvort þau séu ásættanleg fyrir okkur og íslenska þjóð – og eftir það verður þetta bara tilkynnt: Já eða nei.“
Sama dag, 8. febrúar 2021, er frétt á RÚV.is sem ber fyrirsögnina „Vænst svara á fundi með Pfizer á morgun.“
Í fréttinni er haft m.a. eftir Þórólfi: „Hið sanna í þessu er að við höfum enn ekki fengið samningsdrög frá Pfizer.“
Þar sem hér stóð til að gera ákveðna tilraun á Íslendingum hefði þurfti að fá leyfi hjá Persónuvernd og Vísindasiðanefnd.
Um það sagði Þórólfur: „Við myndum uppfylla öll skilyrði og allar kröfur áður en það yrði farið af stað.“
Hver sá um samningagerðina fyrir Ísland?
Ekkert varð af þeirri tilraun á Íslendingum sem stefnt var að snemma árs 2021. Það breytir því ekki að það var Þórólfur sem var að semja fyrir Íslands hönd við Pfizer. Þórólfi ætti því að vera kunnugt um margt varðandi þetta bóluefni frá Pfizer og ástæðu þess að það hefur einungis fengið skilyrt markaðsleyfi hér á landi, þó hann hafi sleppt að nefna það í svari sínu á upplýsingafundinum 19. janúar sl.
Ef marka má svör Þórólfs á upplýsingafundinum 19. janúar sl. og svör Ölmu á upplýsingafundinum í dag þá blasir við að samningaferlið við lyfjarisana Pfizer, Moderna, Johnson&Johnson og Astra Zeneca hefur farið fram án aðkomu æðsta embættis sóttvarna á Íslandi, Landlæknis, sem og sóttvarnalæknis sem ber ábyrgð á sóttvörnum.
Landlæknir starfar undir yfirstjórn ráðherra. Núverandi ráðherra, Willum Þór Þórsson, er nýkominn í embættið. Staðan er því líklega sú að þrír æðstu starfsmenn þjóðarinnar þegar kemur að sóttvörnum komu ekki að samningagerðinni og a.m.k. tveir þeirra segjast ekki hafa hugmynd um hvað stendur í samningunum og ekki hefur komið fram að þeir hafi reynt að kynna sér efni þeirra. Þessi staða getur ekki talist ásættanleg fyrir íslenska þjóð.
Í viðtali á Útvarpi Sögu sagði Inga Sæland þingkona um leynd samninganna „við [þingmenn] fengum að sjá þetta í mýflugumynd í leyniklefa, þetta var ekki þýtt á íslensku, við máttum ekki taka myndir af þessu eða ljósrita“ segir Inga og bendir á að samningurinn er á annað hundrað blaðsíður sem ekki sé auðvelt að renna í gegnum á stuttum tíma.“
Því er eðlilegt að spurt sé hver samdi fyrir hönd Íslands við lyfjarisana og hver varðveitir samningana sem þingmenn fengu að sjá í mýflugumynd?
Almenningur á rétt á því að vita efni samninganna, hvaða ríkisstofnun sá um samningagerðina, hvaða starfsmenn hennar komu að henni og hvort og þá hvaða utanaðkomandi sérfræðingar voru til aðstoðar.
3 Comments on “Hver samdi fyrir Íslands hönd við lyfjarisana?”
Svo er verið að sprauta saklaus börnin með þessum tilraunalyfjum sé virka ekki á nýjasta vírusinn.
“Ekki benda á mig, segir varðstjórinn.
Þetta kvöld var ég að æfa lögreglukórinn.
Spyrjið þá sem voru á vakt.
Ég ábyrgist þeir munu segja satt.”
Ég er fyrir löngu búinn að fá svar við spurningunni : Hver samdi? Svar : Alma Möller !. þessar upplýsingar mínar eru beint og milliliðalaust frá Heilbrigðisráðuneytinu. Kostaði mig einungis eitt símtal. Ef Alma kannast ekki við þetta þá annað hvort segir hún ósatt, eða ráðuneytið.