Kristján Þór Sverrisson skrifar:
Líbýa bar höfuð og herðar yfir þjóðir Afríku þegar kom að lífsgæðum fyrir svo mikið sem tólf árum síðan. Flestir höfðu það ágætt.
Svo ákvað NATO skyndilega að sprengja landið í tætlur. Enginn veit nákvæmlega hvers vegna og fáir spurðu. Þrátt fyrir þessar umbótasprengingar eru í dag opnir þrælamarkaðir í Líbýu og börnin fara svöng að sofa. Vel gert, NATO!
Samkvæmt Unicef lifir í dag helmingur Úkraínumanna undir fátæktarmörkum. Í raun er það svo að ef almenningur í Úkraínu væri barn þá væri búið að taka það af foreldrunum. Ríkisstjórn Úkraínu samanstendur af gjörspilltum mönnum sem níðast á eigin þjóð.
Þetta er ekki stuðningsyfirlýsing við Rússa. Ætli þetta sé ekki frekar spurning út í kosmósið um hvað ræður stuðningi fólks eða þegjandi samþykki við sumum innrásum og öðrum ekki.
One Comment on “„Ríkisstjórn Úkraínu samanstendur af gjörspilltum mönnum sem níðast á eigin þjóð“”
Kristján Þór, þú talar eins og NATO og spilltir ráðamenn réttlæti innrás, skammastu þín