Flugmóðurskipið Prinsinn af Wales nálgast strendur Íslands

frettinInnlendar1 Comment

Kristján Johannessen vakti athygli á því á facebook í kvöld að Flug­móður­skipið Prinsinn af Wales stefn­i nú í átt að Reykja­vík. Skipið er eitt af krúnu­djásn­um breska sjó­hers­ins.

Kristján segir:

„Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales nálgast.
Íslenskur togaraskipstjóri frá Skagaströnd náði fyrir skömmu þessari ljósmynd af Prinsinum af Wales sem nú stefnir í átt að Reykjavík. Er um að ræða eitt af krúnudjásnum breska sjóhersins. Og er þetta fyrsta ljósmynd sem næst af skipinu á leið sinni til landsins.
Myndin er tekin 28 sjómílur SV af Reykjanesi og með í för eru tvö fylgdarskip. Þetta er að líkindum í fyrsta skipti frá lokum síðari heimsstyrjaldar sem flugmóðurskip kemur svo nærri ströndum landsins, en skipið mun líklegast sjást frá höfuðborgarsvæðinu á morgun. Með þessu er Atlantshafsbandalagið að senda Rússum afar skýr skilaboð og það ekki að óþörfu.“

Prinsinn mun ásamt bandarísku flugmóðurskipi taka þátt í æfingu Norður-Víkings við Ísland.

Ljósmyndari: Guðmundur Henrý Stefánsson, tog­ara­skip­stjóri frá Skaga­strönd.

One Comment on “Flugmóðurskipið Prinsinn af Wales nálgast strendur Íslands”

  1. Er verið að ítreka sigur Íslendinga Í Þorskastíðinnu ránirkja á miðum Íslands af hálfu Útgerðamanna Íslendinga netamorku skóflað upp

Skildu eftir skilaboð