Sjúkrahússkjal frá Bretlandi sýnir gífurlega aukningu hjartabilunar – um 400% hærri tölur nú en 2018-2020

frettinInnlendarLeave a Comment

Skjal frá sjúkrahúsinu Blackpool Teaching Hospital á Bretlandi sem fengið var með vísan til upplýsingalaga (Freedom of Information - FOI) sýnir gífurlega aukningu hjartabilanna milli ára.

Fyrirspurnin var:  Vinsamlegast upplýsið um fjölda sjúklinga sem stofnun ykkar hefur vísað til greiningarstöðvar hjartabilunar (Heart Failure Diagnostic Center) fyrir árin 2017-2022. Tölur fyrir 2017 voru ekki til samkvæmt svari sjúkrahússins.

Fjöldinn var 213 árið 2018, 172 árið 2019, 63 árið 2020, 603  árið 2021 og 104 fyrir jan. og feb. 2022. Tölurnar sýna um 400% hækkun á árunum 2021 og 2022 miðað við meðaltal áranna 2018-2020.

Aukningin milli áranna 2018 og 2021 er um 350% og 1000% aukning frá 2020 - 2021.

Fjöldinn lækkar töluvert árið 2020, árið sem Covid faraldurinn hófst.


Skildu eftir skilaboð