Af hverju þessi mikli áhugi á Maríupol?

frettinPistlar1 Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Okkur hafa borist stanslausar fréttir af átökum í úkraínsku borginni Maríupol en lítið sagt frá því af hverju Rússar eru svona ákafir í að taka þá tilteknu borg.

Sem betur fer eru ekki allir fjölmiðlar uppteknari af fyrirsögnunum en innihaldinu og forvitnir geta meðal annars lesið fréttaskýringu TV2 í Danmörku til að vita aðeins meira um mikilvægi Maríupol. Þar eru tilgreindar þrjár meginástæður fyrir ákafa Rússa að taka borgina:

Landleið til Krím-skaga

Þetta er sennilega augljósasta ástæðan. Með því að taka Maríupol komast Rússar landleið til Krím-skaga meðfram strönd Svartahafsins. Í dag er bara mögulegt fyrir þá að komast með brú, að sögn TV2. Mögulega rosalega mikilvægt, mögulega ekki.

Mórall og áróður

Með orðum TV2:

Mariupol er hjemsted for den meget omtalte ukrainske Azov-bataljon, der blandt andet består af højreekstremister og nynazister. Og selvom det er en af de mindre kampgrupper i Ukraine, vil det blive set som en stor sejr for Ruslands præsident, Vladimir Putin, at overtage netop denne by ...

Lausleg þýðing:

Maríupol er bækistöð hinar umdeildu úkraínsku Azov-herdeildar sem meðal annars er mönnuð öfgahægrimönnum og nýnasistum. Og þótt þetta sé einn af minni herflokkum Úkraínu þá mun það teljast vera stór sigur fyrir forseta Rússlands, Vladimir Putin, að taka nákvæmlega þessa borg ...

Rosalega hlýtur þessi herdeild að vera lítil úr því henni tekst að halda í skefjum rússneska landhernum, en það er önnur saga.

Hernaðartaktík í Donbass

Með því að taka Maríupol geta Rússar mögulega styrkt stöðu sína í baráttunni um Donbass.

Ég ræddi við stórneytenda íslenskra frétta um daginn sem kom alveg af fjöllum þegar ég nefndi tvennt af þrennu hér að ofan. Skiljanlega. Íslenskir fjölmiðlar segja bara að Rússar séu að reyna taka Maríupol og nánast leggja borgina í eyði til að takast það. En ekki af hverju. En sem betur fer er fjölmiðlaflóran stærri en Stöð 2 og RÚV. Maður þarf bara að leggja í önnur tungumál.

One Comment on “Af hverju þessi mikli áhugi á Maríupol?”

  1. Ég þarf hvorki að lesa það sem Geir skrifaði eða Danska TV2, margt er þó rétt sem Geir skrifar. En eftir að hafa búið í Ukraínu, fyrst eftir fall Sovétríkjanna, þá skylur maður marg miklu betur en að hlusta á fréttamenn sem virðast hafa lítinn skylning á ástandinu í Úkraínu. Allt tal um nýnasista eru fáranleg, sennilega fleiri nýnasistar á Norðurlöndunum. Ég hef talað við fleiri Úkraínu Rússa sem hafa barist in Donbast og spyrt hvort þeir hafa orðið varir við nýnasista, svarið er nei.

Skildu eftir skilaboð