Bresk rannsókn: Plastagnir úr grímum finnast í lungum manna og blóði

frettinErlentLeave a Comment

Trefjar úr örplasti fundust djúpt niðri í lungum næstum hvers einasta einstaklings sem tekið var sýni úr í nýlegri breskri rannsókn.

Rannsóknin frá Bretlandi fann örplastagnir, sem eru í mörgum COVID-19 grímum, í lungnavef á 11 af 13 sjúklingum sem voru á leið í aðgerð.

Pólýprópýlen (PP) og pólýetýlen tereftalat (PET) voru algengustu efnin sem fundust í lungum.

Það voru vísindamenn við læknaháskólann Hull York Medical School í Bretlandi sem uppgötvuðu efnin í lungum fólks. Sumir þráðanna voru tveir millimetrar að lengd hjá sjúklingum sem voru á leið í aðgerð og sem úr voru tekin sýni.

Plastagnir úr grímunum

Plastrykið og agnirnar eru samskonar plast og notað er til að framleiða andlitsgrímur sem hundruð milljóna manna um allan heim hafa notað í samræmi við skipanir yfirvalda vegna Covid - faraldursins.

Efnið sem oftast er notað til að búa til þessar grímur er PP - PP efni sem framleitt er úr „thermoplasti“ sem þýðir að það er auðvelt að vinna með og móta við háan hita.

Örplast greindist í blóði manna í fyrsta skipti í mars sl., sem sýnir að agnirnar geta ferðast um mannslíkamann og festist í líffærum. Enn á eftir að koma í ljós hvaða áhrif það hefur á heilsuna.

Vísindamenn hafa áhyggjur af þessu þar sem örplast veldur skemmdum á frumum manna og þegar er vitað að agnir frá loftmengun berast í líkamann og valda fjölda milljóna ótímabæra dauðsfalla á ári.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð