Guðríður víðförla og The Northman – rasismi og hvít yfirburðahyggja?

frettinIngibjörg Gísladóttir, PistlarLeave a Comment

Við verðum fyrir of miklum áhrifum af bandarískri ruslmenningu. Undanfarið hefur þjófnaður tveggja listakvenna á rasískri styttu vakið athygli.

Þar var um að ræða styttu Guðríðar víðförlu sem þær söguðu lausa með slípirokk og notuðu í eigin sýningu hjá Nýlistasafninu. Þær hafa enn ekki getað útskýrt hvað sé rasískt við styttuna en hluti af woke-ismanum bandaríska er sú hugmyndafræði Robin DiAngelo að allt hvítt fólk sé rasískt, hvort sem það geri sér grein fyrir því eða ekki. Að til sé stytta tileinkuð fyrstu hvítu móðurinni í N-Ameríku gætu þær því talið rasískt. Móðir er líka vandamálaorð að mati woke-istanna sem berjast fyrir félagslegu réttlæti, því ekki geta allir orðið mæður.

Aðra skýringu (líka ættaða frá Bandaríkjunum) á því að þær telja styttuna rasíska er ef til vill að finna í umfjöllun Daily Mail um The Northman sem er nýlega farið að sýna í kvikmyndahúsum. Þar taka menn fyrir söguna af Amlóða, sem leikinn er af Alexander Skarsgård. Sjón skrifar handrit myndarinnar ásamt öðrum. Björk leikur norn og margir þekktir leikarar koma fram í henni. Hún hefur fengið góða dóma og virðist ætla að trekkja að.

Umfjöllun Daily Mail um myndina er þó ekki jákvæð. Titill fréttarinnar er: Hvítir yfirburðahyggjumenn eigna sér The Northman: Stórmynd sem Nicole Kidman leikur í er byggð á norrænum sagnabrunni sem er vinsæll hjá "alt-right" hópum sem lofa hrein-hvítan leikarahópinn og ómengaða karlmennskuna.

Sagt er að hvítir yfirburðahyggjumenn hafi lengi tengt við menningu Víkinganna og haft er eftir rithöfundinum David Parry að fyrir hvíta yfirburðahyggjumenn þá feli hugmyndin um Vínland í sér kröfu til yfirráða í N-Ameríku. Hvítir bandarískir yfirburðahyggjumenn vilji gera Vínland "great again", og ímynda sér að Víkingarnir hefðu lagt N-Ameríku undir sig og stæðu í stöðugu stríði við "the Skraelings".

Má þá ekki framleiða víkingamyndir lengur? Mætti það ef leikararnir væru ekki allir hvítir og karlarnir ekki karlmannlegir? Í greininni er einnig fjallað um að hvítir yfirburðahyggjumenn noti norræn tákn til að auðkenna sig. Rúnir eru sem sagt illa séðar. Svíar hafa reynt að banna sumar þeirra en ef hvítir nota önnur tákn þá er hætta á að þeir verði ásakaðir um menningarnám sem virðist alvarlegur glæpur í Bandaríkjunum.

Þessi umræða um menningarnámið er einnig jarðsprengjusvæði á Íslandi. Heyrst hefur að hvítar konur megi ekki bera fléttur er minna á stíl svartra kvenna í Bandaríkjunum og nær allir öskudagsbúningarnir er börn okkar klæddust eitt sinn eru nú sagðir rasískir eða dæmi um menningarnám.

Þurfum við að tileinka okkur það versta úr bandarískri ómenningu, það sem sundrar og veldur ágreiningi

Skildu eftir skilaboð