Kjötmeti frá tilraunastofum og skordýr „gott fyrir umhverfið og heilsuna“

frettinErlentLeave a Comment

Að borða „kjöt“ sem ræktað er á tilraunastofum eða skordýr úr jörðu gæti leitt til mikils sparnaðar á vatni og dregið úr kolefnislosun, auk þess að losa um landsvæði fyrir náttúruna.

Þetta er niðurstaða rannsóknar sem reiknaði út umhverfislegan ávinning þess að gæða sér á „grænum“ matvælum.

Vísindamenn segja þrýsting á umhverfið geta minnkað um meira en 80% með slíku mataræði, samanborið við dæmigert evrópskt mataræði.

En það er ekki enn ljóst hvort neytendur vilji breyta matarvenjum sínum.

Verið er að þróa fjölda óhefðbundinna matvæla með það að markmiði að framleiða mat sem er ríkur af próteini og öðrum næringarefnum á sama tíma og farið er mýkri höndum um jörðina með minni land-og vatnsnotkun.

Vísindamenn í Finnlandi rannsökuðu næringargildi sumra þessara matvæla og skoðuðu þrjá mælikvarða á umhverfisþrýstingi: notkun vatns, lands og kolefnislosun.

Að skipta út kjöti, mjólkurvörum og öðrum dýraafurðum fyrir annars konar fæðu gæti dregið úr þessum áhrifum um meira en 80%, á sama tíma og það leiðir til meira úrvals af nauðsynlegum næringarefnum en eingöngu grænmetis eða vegan mataræði.

En sérfræðingarnir komust líka að því að mataræði sem krefðist ekki eins mikillar tækni og „grænu“ matvælin, eins og t.d. að draga úr kjötneyslu og borða meira grænmeti, höfðu svipuð áhrif á umhverfið.

Nýju matvælin sem rannsökuð voru, sem sum hver eru enn á teikniborðinu:

  • Flugur og krybbur (skyldar engisprettum)
  • Eggjahvíta úr kjúklingafrumum ræktuð á tilraunastofu
  • Stórþari (Kelp)
  • Próteinduft úr sveppum eða örverum
  • Ætir þörungar
  • Mjólk, kjöt og ber ræktuð á tilraunastofu.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð