Eftir Dr. Joseph Mercola
- Vísindamenn notuðu reiknilegar greiningar til að meta árangur tíu lyfja gegn Omicron afbrigðinu, og komust að því að ívermektín fór fram úr þeim öllum, þar á meðal nirmatrelvir (Paxlovid), nýtt lyf frá Pfizer sem hefur kostað skattgreiðendur $5,29 milljarð og kostar 529 dollara fyrir hvern einstakling.
- Ivermektín dregur úr veiruálagi sem kemur í veg fyrir eftirköst af veirunni, dregur úr sjúkdómseinkennum um 86% þegar það er notað sem fyrirbyggjandi, flýtir fyrir bata, verndar gegn líffæraskemmdum, dregur úr hættu á sjúkrahúsvist og dauða og kostar á milli 48$ - 95$ dollara per einstakling.
- Snemmbúin meðferð dregur úr hættu á langvarandi COVID og eykur þar með lífsgæði einstaklinga. Samkvæmt bandaríska hjartalækninum Dr. Peter McCullough eru 50% einstaklinga sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid með einkenni langvarandi COVID (e. long covid).
- Afríka er með lægsta hlutfall alvarleika veikinda vegna Covid, sjúkrahúsinnlagna og dauðsfalla í heiminum, en þar í landi er lyfið notað að staðaldri vegna sníkjudýra.
Þrátt fyrir þennan frábæra árangur og fjölda rannsókna þá hefur allt verið reynt til að koma í veg fyrir notkun lyfsins, kynnt hefur verið undir ótta og því haldið fram að lyfið sé einungis ætlað hestum til að meðhöndla orma. Þá hefur ritskoðun verið gríðarleg þegar kemur að þessu undralyfi. Stóru miðlarnir hafa tekið fullan þátt í þeirri ritskoðun og einnig samskiptamiðlarisarnir, Facebook og Twitter.
Skýringin á þessari ritskoðun er sú að ekki má framleiða bóluefni samkvæmt alþjóðalögum ef að það er til árangursríkt lyf fyrir, og má því ætla að fjármunir spili þar stóru hlutverki, því lyfjarisarnir hafa þénað milljarða dollara og eru lyfjafyrirtækin efst á hlutabréfamörkuðum. Þá fá læknar einnig bónusa fyrir að útdeila lyfjum frá þessum sömu lyfjarisum og fyrir hvern Covid sjúkling og andlát.
Ivermektín hefur orðið harkalega fyrir þessari ritskoðun og er kannski ekki að undra. En í rannsókn á Omicron afbrigðinu kemur í ljós að lyfið sýndi besta árangurinn.
Samkvæmt tölfræði frá Centers for Disease Control and Prevention (CDC) þá greindust 4,6% íbúa Bandaríkjanna árið 2019 með hjartasjúkdóm. Íbúar í lok árs 2019 voru 328.239.523 .
Þetta þýðir að það voru 15.099.018 manns með hjartasjúkdóma í Bandaríkjunum árið 2019. Það voru 696.962 manns sem létust það ár úr hjartasjúkdómum, sem er 4,6% dánartíðni.
Þetta er 20 sinnum hærra en dánartíðni af völdum COVID-19 . Samt voru þessar sömu stofnanir ekki að beita sér fyrir banni gegn gosi eða sykruðum matvælum, þær voru ekki að banna reykingar og þær skylduðu ekki alla til að stunda líkamsrækt til að reyna koma í veg fyrir hjartasjúkdóma .
Ritskoðun hefur hindrað snemmmeðferðir á COVID-19 í mörgum vestrænum þjóðum, til að mynda árið 2020 vöruðu lýðheilsusérfræðingar og almennir fjölmiðlar við notkun hýdroxýklórókíns og ivermektíns.
Bæði lyfin eru á lista Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar yfir nauðsynleg lyf, en árangur þeirra hefur verið hunsaður af heilbrigðisyfirvöldum og þaggaður niður af meginstraumsfjölmiðlum.
Nýjasta ivermektín rannsóknin sýndi bestu niðurstöður gegn COVID
Þessi rannsókn á vef Cornell háskóla hefur ekki enn verið ritrýnd en vísindamenn notuðu reiknilega greiningu til að skoða Omicron afbrigðið, sem hefur valdið lægri tíðni af alvarlegum veikindum og færri innlagnir á sjúkrahús.
Eftir að hafa sótt allt erfðamengið og safnað 30 afbrigðum úr gagnagrunninum greindu vísindamennirnir 10 lyf gegn vírusnum, þar á meðal:
Vísindamennirnir komust að því að öll lyfin höfðu einhverja virkni gegn vírusnum og eru nú flest þeirra í klínískum rannsóknum. Þeir notuðu sameindabindihermun (e. molecular docking) til að komast að því að stökkbreytingarnar í Omicron afbrigðinu höfðu ekki marktæk áhrif á samspil lyfjanna og aðal próteasans.
Greining á öllum 10 lyfjunum leiddi í ljós að ivermektín var áhrifaríkasta lyfið gegn Omicron afbrigðinu. Prófunin innihélt Nirmatrelvir (Paxlovid), sem er nýi próteasa hemillinn sem Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) veitti neyðarleyfi gegn COVID fyrir í desember 2021.
Með öðrum orðum, Pfizer gaf út nýtt lyf sem kostaði bandaríska skattgreiðendur 5,29 milljarða dollara eða 529 dollara á hverja meðferðarlotu og fékk neyðarleyfi þrátt fyrir að svipað lyf væri til staðar sem hefur reynst skilvirkara og langtum ódýrara.
Nánar má lesa um rannsóknina hér.
One Comment on “Ivermektín öflugast til að meðhöndla Omicron samkvæmt rannsókn – slær út níu önnur lyf”
Hahahaha
Joe Rogan interview with Peter McCullough contains multiple false and unsubstantiated claims about the COVID-19 pandemic and vaccines
https://healthfeedback.org/claimreview/joe-rogan-interview-with-peter-mccullough-contains-multiple-false-and-unsubstantiated-claims-about-the-covid-19-pandemic-and-vaccines/