Á sama tíma og æðstu heilbrigðisfulltrúar Bandaríkjanna eru að hvetja ákveðna hópa Bandaríkjamanna til að fara í enn eina Covid sprautuna, glíma heilsugæslustöðvar um allt land við vaxandi vandamál, þ.e. hvernig eigi að mæta minnkandi eftirspurn eftir bóluefnum, og lágmarka sóun á ónotuðum milljónum skammta sem eru við það að renna út.
Frá því að COVID-19 bóluefnin í Bandaríkjunum fengu neyðarleyfi (EUA), sýna opinber gögn að ríkin hafi fengið alls 720 milljónir skammta og rúmlega 570 milljónir af þeim hafi verið notaðir.
Hins vegar kom í ljós í greiningu fréttastöðvarinnar ABC News á gögnunum að milljónir þessara skammta [af 570 milljónum] hafi ekki endað í líkama fólks, heldur í ruslinu eða liggja enn í kæliskápum um land allt. Ástæðan er dvínandi áhugu fólksins á meira Covid bóluefni.
ABC News hafði samband við embættismenn heilbrigðisyfirvalda í öllum 50 ríkjunum og í greiningu á gögnunum kom í ljós að milljónir COVID-19 bóluefnaskammta hafi annað hvort farið til spillis, eru ónotaðar eða munu renna út á næstu vikum og mánuðum.