Eins og flestum er orðið kunnugt um hefur Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, stefnt nokkrum aðilum fyrir dóm vegna alvarlegra meiðyrða.
Ingó stefndi Sindra Þór Sigríðarsyni fyrir meiðyrði vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla á samfélagsmiðlum sumarið 2021 í kjölfar harðra ásakana sem fjöldi kvenna lét falla nafnlaust á hendur Ingó fyrir meint kynferðisbrot.
„Mig langar til þess að athuga hvort það sé leyfilegt að segja saklaust fólk hafa nauðgað og riðið börnum,“ sagði Ingólfur Þórarinsson, öðru nafni Ingó veðurguð, er DV spurði hann hvaða væntingar hann hefði til dómsmáls síns gegn Sindra Þór Sigríðarsyni.
Ummælin sem stefnt er fyrir eru eftirfarandi:
„Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum“
„Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum“
„Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum“
„trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum“
„Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“
Ingólfur fer fram á að ummælin verði dæmd dauð og ómerk og krefst þriggja milljóna króna frá Sindra í miskabætur. Einnig er þess krafist að Sindri beri málskostnað og birti dómsuppsögu á Twitter- og Facebook-svæði sínu.
Athygli vekur að nú hafa öll vitnin lagt fram sinn vitnisburð en ekkert af þeim gat staðfest neitt frá fyrstu hendi, heldur byggðist málflutningur þeirra á einhverju sem þau höfðu heyrt, eða haft eftir frá hinum og þessum á netinu, og virðist því sem ásakanirnar sem Ingólfur hefur þurft að sitja undir, séu byggðar á gróusögum.
Þess má einnig geta að Ingólfur hefur heldur aldrei verið ákærður fyrir meint brot eða hlotið dóm og fram til þess tíma er ásakanirnar komu fram þá naut hann mikilla vinsælda í tónlistarheiminum, en hefur til að mynda verið verkefnalaus og afboðaður á alla tónlistarviðburði eftir umræddar ásakanir.
Ummæli Sindra féllu í framhaldi af því að hópurinn Öfgar birtu nafnlausar frásagnir meintra fórnarlamba hans. Þetta er fyrsta meiðyrðamál af nokkrum sem Ingólfur sækir og er því ljóst að þarna mun reyna á réttarkerfið hvað varðar alvarleg og að því er virðist órökstudd ummæli sem látin eru falla á Internetinu.
Ingólfur krefur Sindra um þrjár milljónir króna í miskabætur en undrun sætir að auðmaðurinn Haraldur Þorleifsson hefur sagst ætla standa undir kostnaði við lögsóknir á borð við þessa, og verður því að segjast að Haraldur sé kominn á hálan ís, ætli hann sér að svívirða réttarkerfið með þeim hætti að gerendur í slíkum málum þurfi ekki að sæta neinni ábyrgð, því meint brot telst vissulega alvarlegt.
Síðar í þessum mánuði verður fyrirtaka í meiðyrðamáli Ingólfs gegn Silju Björk Björnsdóttur fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra og má búast við að aðalmeðferð í málinu verði öðru hvoru megin við mánaðamótin.
Stefnt er fyrir ein ummæli sem Silja lét falla á Twitter í tengslum við umfjöllun um þá yfirlýsingu Haraldar Inga Þorleifssonar, að hann myndi standa straum af mögulegum skaðabótum sem dæmdar kynnu að verða í meiðyrðamálum Ingós. Krefst Ingó þess að eftirfarandi ummæli Silju verði dæmd dauð og ómerk og hún dæmd til að greiða honum eina milljón króna í miskabætur:
„Okei mér finnst geggjað að Halli bjóðist til að aðstoða þessa kvenskörunga en…erum við ekki ÖLL sammála því að við erum ekki að fara að moka peningum í barnaníðing og nauðgara?“
Spurður hvort hann sé bjartsýnn á niðurstöðu dómsmálsins sagði Ingó: „Ég er búinn undir allt.“
One Comment on “Nafnlausar ásakanir gegn Ingó – engin staðfesting frá fyrstu hendi”
Mikið er nú gott að hann Ingólfur hafi unnið sigur á þessum Sindra mömmusyni í þessu meiðyrðamáli.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/11/10/ingo_vann_meidyrdamal_gegn_sindra/
Vonandi verður þessi dómur fordæmisgildandi gegn mannorðsmorðingjum og öðrum öfgahópum í framtíðinni sem nota fjölmiðla og samfélagsmiðla sem áróðursvopn gegn einstaklingum út í bæ.