Biden stefnt fyrir að brjóta gegn tjáningarfrelsinu í samvinnu með tæknirisunum

frettinErlentLeave a Comment

Ríkissaksóknarar Missouri og Louisiana hafa höfðað mál gegn Joe Biden Bandaríkjaforseta og öðrum háttsettum embættismönnum fyrir að hafa unnið með samfélagsmiðlarisum eins og Facebook, Twitter og Youtube í þeim tilgangi að ritskoða og hefta tjáningarfrelsið.

Í málinu er Biden-stjórnin sökuð um að hafa tekið þátt í skaðlegri herferð til að bæði þrýsta á stóru samfélagsmiðlana að ritskoða og hefta tjáningarfrelsi sem og að vinna með miðlunum til að ná fram ritskoðun undir yfirskyninu „rangrar upplýsingar.“

Í málsókninni er því haldið fram að embættismenn  Biden-stjórnarinnar, þar á meðal Biden forseti, Jen Psaki fréttaritari forsetans og Dr. Anthony Fauci sóttvarnarlæknir hafi átt  samráð við samfélagsmiðla eins og Facebook, Twitter og Youtube til að fjarlægja sannar og réttar upplýsingar.

Í málskjölunum eru tekin dæmi um sannar og réttar upplýsingar sem voru ritskoðaðar af samfélagsmiðlafyrirtækjum en síðar viðurkennt að væru sannar eða trúverðugar. Þeirra á meðal upplýsingar um að Covid-veiran hafa lekið út af rannsóknarstofu, upplýsingar um raunverlega virkni gríma, upplýsingar er varða hvort kosningar  hafi farið rétt fram og upplýsingarnar úr tölvu Hunter Biden sonar Bandaríkjaforseta sem reynt var að bæla niður sem rússaáróður af „keyptu“ miðlunum.

„Stóru tæknifyrirtækin (Big Tech) eru orðin nokkurs konar framlenging á ríkisstjórn Biden og þau vernda ekki frelsi Bandaríkjamanna. Heldur eru þau að bæla sannleikann og djöflast í þeim sem hugsa öðruvísi,“ sagði Landry ríkissaksóknari Missouri. „Biden er eins og rifinn út úr leikriti Stalíns og hans félaga og hefur verið í samráði með stóru tæknifyrirtækjunum í því að ritskoða tjáninagarfrelsið og halda uppi áróðri yfir almenningi. Við erum að berjast á móti til að tryggja réttarríkið og koma í veg fyrir að ríkisstjórnin banni og kæfi tjáningarfrelsið,“ bætti Landry við.

Málið er rekið fyrir dómstóli í Louisiana og hér má lesa þau gögn sem lögð hafa verið fram.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð