Kristileg gildi á meðal stjórnmálamanna þarf til að forðast sósíalísma og kommúnisma

frettinErlent3 Comments

Bænafundur var haldinn á tröppum þinghússins í Pennsylvaníu þann 2. maí sl. þar sem fólk lýsti áhyggjum sínum á að Bandaríkin væru á leið inn í sósíalisma.

Þingmenn og frambjóðendur stjórnmálaflokka voru meðal ræðumanna á viðburðinum "Make Pennsylvania Godly Again" sem skipulagður var af hópnum "Citizens for Liberty."

„Við þurfum að innleiða Guð aftur í ríkisstjórn okkar,“ sagði Jane Taylor Toal, leiðtogi hópsins.

Jane Taylor Toal

Nú þegar nær dregur prófkjöri í Pennsylvaníu 17. maí sögðu Toal og stuðningsmenn að þeir hefðu áhyggjur af framtíðarstefnu ríkisins.

„Við þurfum guðrækna löggjafa því þeir geta ekki leitt okkur ef þeir er ekki guðræknir. Þeir munu leiða okkur inn í sósíalisma og kommúnisma, stefnu sem við erum því miður að falla inn í, hægt en örugglega inn í,“ sagði hún.

„Þeir undanskilja Guð algjörlega úr jöfnunni,“ sagði hún, „því sem líf okkar er sprottið upp úr. Og við getum ekki stjórnað fólki án þess að Guð leiði okkur fyrst.“

Dr. Rick Saccone, fyrrverandi ríkislögmaður og tvívegis frambjóðandi til þings í Pittsburgh, var aðalfyrirlesari viðburðarins.

„Landið okkar er að fara inn á braut sósíalismans. Það er enginn vafi á því. Meira eftirlit stjórnvalda með borgurunum og minna frelsi,“ sagði Saccone.

Dr. Rick Saccone

Saccone sækist eftir útnefningu repúblikana sem aðstoðarríkisstjóri Pennsylvaníu á þessu ári.

Toal sagði að sífellt fleirum finnist nú að verið sé að taka burt hina guðlegu menningararfleið, jafnt og þétt.

Saccone bjó um  tíma í Norður-Kóreu þar sem hann vann við kjarnorkuverkefni sem Bandaríkin styrktu. Hann sagðist vita hvernig það væri að búa í landi sem stjórnað er af kommúnistum.

„Ég bjó í Norður-Kóreu í eitt ár. Ég sá hvernig það var að búa í alvöru kommúnistaríki. Það er eitthvað sem þú  ekki vilt,“ sagði Saccone.

„Ég veit að flestir myndu ekki vilja búa undir í þannig umhverfi, en samt erum við hægt og rólega að vinna okkur að því. Við verðum að snúa þróuninni við og snúa aftur í átt að frelsi,“ sagði hann.

Saccone benti á að í stjórnarskrá Pennsylvaníu væri óskað eftir leiðsögn Guðs.

„Þetta er fyrsta setningin. „Við, íbúar Samveldisins Pennsylvaníu, þökkum almáttugum Guði fyrir blessun borgaralegs og trúarlegs frelsis, og köllumað  af auðmýkt eftir leiðsögn hans, vígjum og setjum þessa stjórnarskrá,“ sagði hann meðal annars.

„Við treystum því að kjörorð okkar þjóðar sé greypt þar í, strax í byrjun. Kjörorðið er að við treystum á Guð. Þannig að við verðum að lifa eftir merkingu orðsins.“

Annar ræðumaður, David Maloney, fulltrúi Pennsylvaníu, lýsti áhyggjum sínum fyrir því sem er að gerast í samfélaginu.

„Ég fæ fullt af fyrirspurnum frá fólki sem spyr hvað sé í gangi? Af hverju erum við svona? Af hverju er allt svona öfugsnúið, það er eins og allt hafi snúist í andhverfu sína?" sagði Maloney.

David Maloney

Maloney nefndi að mikilvægt væri að minna fólk á viðvaranir forfeðranna.

„Þeir minntu okkur á það hvernig þeir byggðu landið okkar. Og mikið af því, ef ekki mest allt, var byggt á kristilegum gildum,“ sagði hann.

Þeirra leiðsögn var sú, að ef þið eruð ekki með fólk sem fylgir þeim siðferðislegu grundvallargildum, fáið þið ekki ríkisstjórn sem vinnur fyrir fólkið,“ sagði hann.

Séra Dan Schaefer fór með bæn á fundinum.

Við eigum land sem í öll þessi ár hefur þjónað mörgum þjóðræknum, og margir þeirra voru kristnir,“ sagði Schaefer.

„Mikið er talað um umburðarlyndi og við virðumst umbera margt en oft er kristni ekki liðin. Þegar kristnir tjá sig, erum við kölluð hatursmenn, ofstækismenn eða eitthvað slíkt. Og það er alls ekki satt."

Schaeffer nefndi að Pennsylvania Family Institute veiti kjósendum góða kjósendahandbók sem inniheldur upplýsingar sem sýna hvar frambjóðendur standa í þessum málum.

Heimild.

3 Comments on “Kristileg gildi á meðal stjórnmálamanna þarf til að forðast sósíalísma og kommúnisma”

  1. Það hefur sýnt sig að þegar Guð er tekinn út úr myndinni að þá eru afleiðingarnar hnignun samfélagsins.

  2. Þvílíkt bull, því fyrr sem þessu trúarbragða rugli verður eytt úr heiminum því fyrr fer heimurinn batnandi.

Skildu eftir skilaboð