13 ára breskur fótboltadrengur lést á vellinum eftir skyndilegt hjartastopp

frettinErlentLeave a Comment

13 ára breskur drengur, Samuel Akwasi, lést eftir skyndilegt hjartáfall á unglingaleik í fótbolta sl. laugardag.

Knattspyrnusambandið Nottinghamshire (FA) sagði að Samuel Akwasi hafi verið að spila með félaginu FC Cavaliers gegn West Bridgford Rossoneri á YEL U13 móti á laugardaginn.

Félagið hans, FC Cavaliers, sagði í tilkynningu á facebook að félagið væri niðurbrotið að þurfa að tilkynna um hörmulegan atburð sem átti sér stað í gærmorgun á YEL U13 móti, í leik FC Cavaliers og West Brigford Rossoner. Ungur leikmaður, Samuel Akwasi, hneig niður á vellinum eftir skyndilegt hjartastopp. Þrátt fyrir skjót viðbrögð nærstaddra og hjartastuðtæki, tókst ekki að endurlífga drenginn.

Knattspyrnusambandið á svæðinu sendi samúðarkveðjur til allra vina og fjölskyldu Samúels og sagði á Twitter að það væri með með mikill sorg sem sambandið tilkynnti að ungi drengurinn hefði látist „í kjölfar neyðaratviks í unglingaleik“.

BBC sagði frá en tilgreindi ekki að um hjartastopp hafi verið að ræða heldur aðeins neyðartilvik. En skyndileg hjartastopp og önnur hjartavandamál í íþróttaheiminum hafa stóraukist sl. eitt ár eða svo.

Skildu eftir skilaboð