Jody Lukoki 29 ára leikmaður látinn – dánarorsök ekki verið gefin upp

frettinErlentLeave a Comment

Fyrrverandi leikmaður Ajax, Jody Lukoki, er látinn aðeins 29 ára gamall.  Aðstandendur Lukoki hafa staðfest þessar fréttirnar en Lukoki lék með öllum yngri landsliðum Hollands á sínum tíma en síðar fyrir A-landsliðs Kongó. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp.

Lukoki var síðast á mála hjá FC Twente í Hollandi en varð fyrir meiðslum á hné í byrjun tímabils . Hann var leystur undan samningi hjá liðinu í febrúar á þessu ári.

Ajax og fleiri minnast leikmannsins á Twitter:


Skildu eftir skilaboð