Elon Musk ætlar að opna aftur fyrir Trump ef tilboðið gengur eftir

frettinErlentLeave a Comment

Elon Musk segir að ef tilboð hans um kaup á Twitter gangi eftir muni hann snúa við banni Donalds Trumps á samskiptamiðlinum.

Stjórn Twitter samþykkti 44 milljarða dala yfirtökutilboð Musk í síðasta mánuði. En Musk sagði að þessu væri ekki lokið, en ef allt gengi eftir yrðu kaupin kláruð á næstu tveimur til þremur mánuðum.

Ákvörðun Twitter um að banna fyrrverandi forseta Bandaríkjanna var „siðferðislega röng og fullkomlega heimskuleg,“ sagði Musk í samtali við Financial Times Future of the Car leiðtogafundinum.

Í janúar 2021 upplýsti Twitter að aðgangi Trumps hefði verið lokað varanlega, vegna hættu á frekari hvatningu til ofbeldis í kjölfar árásarinnar á þinghúsið.

Musk sagði þá: „Ég myndi snúa banninu við varanlega en ég á ekki Twitter enn, sjáum því til.

Musk sagði að bannið hefði ekki þaggað niður í Trump, en hafi leitt til þess að forsetinn fyrrverandi hafi stofnað sinn eigin samskiptamiðil Truth Social, sem hafi styrkt rödd hans á meðal hægrimanna. En hann benti einnig á að Trump hafi áður sagt að hann myndi ekki snúa aftur á Twitter, jafnvel þó aðgangur hans yðri opnaður.

Musk sagðist hafa rætt við Jack Dorsey, stofnanda Twitter, um þá ákvörðun að loka á notendur á samfélagsmiðlareikningum sínum til að bregðast við móðgandi skrifum.

Við erum á sama máli um að varanleg bönn ættu að vera afar sjaldgæf og eigi einungis að gilda um aðganga sem eru í raun vélmenni eða falsreikningar, sagði Musk.

Musk sagði að ef einhver segði  eitthvað „ólöglegt eða væri á annan hátt eyðileggjandi fyrir heiminn“ ætti það að vera tímabundið bann eða gera færsluna ósýnilega.

BBC greindi frá.

Skildu eftir skilaboð