Hæstiréttur Indlands: „engar skyldubólusetningar og birtið gögn um aukaverkanir án tafar“

frettinErlentLeave a Comment

Hæstiréttur Indlands úrskurðaði í síðustu viku að ekki væri hægt að neyða neinn til að fara í COVID-19 bólusetningu og beindi því til ríkisvaldsins að opinbera gögn um skaðlegar aukaverkanir bólusetninganna.

Dómararnir L Nageswara Rao og BR Gavai sögðu að líkamlegt sjálfræði væri verndað í 21. grein stjórnarskrárinnar.

„Þar til smittölur eru lágar leggjum við til að viðeigandi reglum sé fylgt en engar takmarkanir verði settar á óbólusetta einstaklinga hvað varðar aðgang að almenningssvæðum eða krefjast bólusetningar ef það hefur ekki þegar verið gert,“ sagði dómurinn.

Varðandi gögn um klínískar rannsóknir skulu allar rannsóknir sem gerðar eru og verða gerðar í framtíðinni, vera almenningi aðgengilegar án frekari tafar, sagði dómurinn.

Hæstiréttur beindi því einnig til ríkisstjórnar Indlands að birta tilkynningar um aukaverkanir bóluefnanna frá almenningi og læknum í opinberu kerfi án frekari tafa.

Dómstóllinn kvað upp dóminn vegna málshöfðunar Jacob Puliyel sem fór fram á aðgang að klínískum rannsóknum á COVID-19 bóluefnum og aukaverkunum eftir sprauturnar.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð