Þrísprautaður þáttastjórnandi fær Covid í annað sinn á þremur vikum

frettinErlent1 Comment

Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert hefur greinst með COVID í annað sinn á þremur vikum, en hann hafði þakkað virkni bóluefnisins þegar hann smitaðist af veirunni í síðasta mánuði.

Cobert sem stýrir þættinum The Late Show fékk COVID þann 21. apríl sl. og neyddist til að hætta við þáttinn það kvöldið og tók sér í framhaldinu frí í viku.

Spjallþátturinn fór aftur í loftið þann 2. maí sl. en nú hefur aftur verið gert hlé vegna endurtekinna COVID veikinda hjá Colbert.

„Stephen er að upplifa einkenni sem eru í samræmi við endurkomu COVID“ sagði í tísti á opinberri Twitter síðu The Late Show. „Til að gæta varúðar fyrir starfsfólk sitt, gesti og áhorfendur mun hann einangra sig í nokkra daga til viðbótar. The Late Show mun ekki taka upp nýja þætti fyrr en annað verður tilkynnt sagði einnig í tístinu.

„Versta framhald frá upphafi, skrifaði Colbert sjálfur undir færslu The Late Show.


Þegar Colbert fékk COVID í síðasta mánuði, þrátt fyrir að vera að fullu bólusettur og örvaður, þakkaði hann bóluefninu í tísti á Twittur síðu sinni.

„Já! Ég greindist jákvæður fyrir Covid, en í grunninn líður mér vel, þakklátur fyrir að vera sprautaður og búinn að fá örvunarskammt,“ sagði Colbert.

Fleiri spjallþáttastjórnendur hafa einnig greinst nýlega með COVID, eins og James Corden, Seth Meyers og Jimmy Kimmel.

Í síðasta mánuði greindist Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna með COVID, þrátt fyrir að hafa verið fjórsprautuð, gegn COVID, en hún hafði fengið örvunarskammt tvisvar!

Og í gær greindist sjálfur heimsfaraldurssérfræðingurinn Bill Gates, sem er þrísprautaður, með veiruna og ætlar að halda sig heima næstu daga þar til honum batnar.

Heimild 




One Comment on “Þrísprautaður þáttastjórnandi fær Covid í annað sinn á þremur vikum”

Skildu eftir skilaboð