„Óléttur“ transmaður situr fyrir í Calvin Klein mæðradagsauglýsingu

frettinErlentLeave a Comment

Í tilefni af mæðradeginum í Bandaríkjunum síðasta sunnudag fór vörumerkið Calvin Klein í auglýsingaherferð sem hrinti af stað mikilli umræðu á samfélagsmiðlum.

Fyrirtækið notaði ljósmynd af Roberto Bete, óléttum“ transmanni sem er að fara að fæða barnið Noah, ásamt maka sínum Erica Feeha sem er transkona.

Hjónin sátu fyrir, klædd Calvin Klein undirfatnaði: „Við getum bæði fjölgað okkur líffræðilega og frá hjartanu... hlutverk okkar í heiminum er að elska og vera elskuð.“

„Til stuðnings konum og mæðrum um allan heim, undirstrikum við raunveruleika hinnar nýju fjölskyldu,“ sagði Calvin Klein í auglýsingum sínum, og birti fjölda mynda af einstæðum mæðrum og blönduðum pörum.

Skildu eftir skilaboð